Skammist ykkar bankar
Hér í bæ sem annarsstaðar hafa bankar leyst til sín skuldsett einbýlishús. Nú standa þau auð og yfirgefin og enginn þau annast. Svo virðist sem bankar hafi engar skyldur til viðhalds lóða. Tré eru étin af lús og ormum. Hekkin standa út á gangstétt með kalkvisti. Enginn slær blettinn, enginn reitir arfa. Þetta er bönkum til skammar.
Hildur Harðardóttir
leiðsögumaður