Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skamm
Sunnudagur 26. október 2008 kl. 13:07

Skamm



Kæru hundaeigendur.
Um leið og þið hafið ákveðið að fá ykkur hund, er ábyrðin alfarið á ykkur. Það er undir ykkur komið hver lengi hundurinn lifir (8 til 16 ár). Hundurinn á að vera eins og barnið ykkar, aldrei farið þið að henda barninu ykkar út ef þið fáið leið á því. Þannig á það líka vera með hundinn ykkar.
Undanfarin hef ég tekið eftir lausum hundum og ómerktun sem ráfa um göturnar. Týndir og í mörgun tilfellum hafa eigendur sett þá út í kuldann, því þeir eru komnir með leið á hundinum.
Sumir ökumenn virðast ekki sjá ástæðu til þess að stoppa ef hundur er á veginum þegar þeir aka á alltof miklum hraða innanbæjar.
Það er algjört virðingarleysi gagnvart hundinum og fólk sem gerir þetta er hjartalaust.

Birgitta Jónsdóttir Klasen

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024