Sjúkraliðar styðja stefnu og stjórnun HSS
Við starfandi sjúkraliðar á HSS lýsum yfir fullum stuðningi við stefnu og stjórnun framkvæmdarstjóra og stjórnar HSS. Við vitum að í dag er öldruðum sjúkum á svæðinu veitt þjónusta sem er með þeirri bestu á landinu. Hér eru 2 hlýlegar og góðar hjúkrunar og langlegudeildir Garðvangur og Víðihlíð, einnig mjög öflug heimahjúkrun. Á 5 daga deild HSS og sjúkradeild D- álmu sinnum við margfalt fleirum öldruðum sjúkum en hægt væri ef deildin væri eingöngu fyrir langlegusjúklinga og það sem gleður okkur mest er að það er orðin undantekning sem áður var regla að senda þurfi aldraða sjúka til Reykjavíkur.
Hér er að byggjast upp mjög öflugt sjúkrahús með fjölda faglærðra starfsmanna auk sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem lætur sér annt um alla íbúa svæðisins.
Suðurnesjamenn staldrið við og íhugið málið, við viljum ekki afturhvarf til þess tíma er svæðið var þjónustulaust.
Margt breytist á 25 árum og í ljósi þess biðjum við þá sem stóðu í því að hrinda af stað byggingu D- álmu að líta frekar með stolti á stofnunina eins og hún er rekin í dag en ekki sem pólitíkst bitbein, því þið lögðuð grunn að ekki eingöngu margfalt betri þjónustu við aldraða heldur allra íbúa svæðisins. Með kveðju sjúkraliðar HSS.
Hér er að byggjast upp mjög öflugt sjúkrahús með fjölda faglærðra starfsmanna auk sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem lætur sér annt um alla íbúa svæðisins.
Suðurnesjamenn staldrið við og íhugið málið, við viljum ekki afturhvarf til þess tíma er svæðið var þjónustulaust.
Margt breytist á 25 árum og í ljósi þess biðjum við þá sem stóðu í því að hrinda af stað byggingu D- álmu að líta frekar með stolti á stofnunina eins og hún er rekin í dag en ekki sem pólitíkst bitbein, því þið lögðuð grunn að ekki eingöngu margfalt betri þjónustu við aldraða heldur allra íbúa svæðisins. Með kveðju sjúkraliðar HSS.