Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sjónbrjótar og skrípi við Grænuborg
Þriðjudagur 9. mars 2004 kl. 11:56

Sjónbrjótar og skrípi við Grænuborg

Undirritaður getur á engan hátt skilið hvernig "sjónbrjótarnir" geta tengst umhverfismálum, vörnum gegn landbroti, snytimennsku og fegrun í Reykjanesbæ, eins og Áki Gräns vill halda fram í umfjöllun um "skrípin" við Grænuborg. Þá heitir hið þjóðsagnakenndi staður á Stapanum ekki Grunnhóll, heldur Grímshóll, hvað svo sem hann hefur heitið fyrrum. Undirritaður metur Áka mikils og veit að hann vill fornum stöðum vel. Hins vegar er rétt að benda á að ákveðið svæði í nánd við fornleifar er friðað og ber að taka tillit til þess við framkvæmdir og uppsetningu mannvirkja sem þessara. Ábendingin á því fyllilega rétt á sér. Þá er og spurning hvort slíkar framkvæmdir eigi ekki að vera háðar samþykki hlutaðeigandi yfirvalda. Undirritaður vill taka það skýrt fram að hann hefur ekkert á móti "listaverkunum", enda umræðuefni út af fyrir sig.

Kveðja, Ómar Smári

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024