Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sjálfstraust og sigurvissa 2 - ókeypis námskeið í eflingu sjálfstrausts og framkomu í Virkjun
Laugardagur 7. janúar 2012 kl. 15:29

Sjálfstraust og sigurvissa 2 - ókeypis námskeið í eflingu sjálfstrausts og framkomu í Virkjun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Virkjun mannauðs á Reykjanesi í samstarfi við Jónas H. Eyjólfsson fv. rannsóknalögreglumanns verða með 5 daga námskeið sem byrjar á mánudaginn 9. janúar kl 10:00.

Fyrri hluti námskeiðsins, Sjálfstraust og sigurvissa, var haldið í haust við mikla ánægju þátttakenda og verður nú framhaldið í Virkjun í umsjón Jónas H. Eyjólfsson

Þetta námskeið er blanda af sjálfstyrkingu og ræðumennsku og að bandarískri fyrirmynd þar sem notast er við aðferðir JC. Þetta verður í léttum dúr til eflingar framkomu og sjálfstrausts.

Svarað verður spurningunni; „Hvernig verður maður sigurvegari“ og unnið að markmiðagerð, framkvæmdaáætlunum, skipulagi og stjórnun.

Námskeiðið verður haldið 9.- 13. janúar 2012 frá kl.10:00 til 12:00, alla daganna.

Allir hjartanlega velkomnir þó þeir hafi ekki lokið fyrri hluta námskeiðsins.

Skráning á námskeiðið í Virkjun við mætingu og á netfanginu; [email protected]

Vinsamlega hafið meðferðis glósubækur og penna.

Nánari upplýsingar í Virkjun, Flugvallabraut 740, Ásbrú í síma 426-5388

Sjálfboðaliði og leiðbeinandi er Jónas H. Eyjólfsson sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 899-3446.