Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 11:36

SJÁLFSTÆÐISMENN ÓTVÍRÆÐIR SIGURVEGARAR

Úrslit alþingiskosninganna síðasta laugardag eru skýr skilaboð. Fólkið í landinu treystir Sjálfstæðisflokknum til forystu í þjóðmálum. Sjálfstæðismenn hafa 40,7% kjósenda á bak við sig, Samfylkingin 26,8% og Framsókn 18,4 en Framsókn tapaði 3 þingmönnum og 4,9% fylgi. Kjósendur í Reykjaneskjördæmi sýndu kosningunum minnstan áhuga landsmanna að undanskildum sjálfum Reykvíkingum en kjörsókn var 83,9%. Aðeins þrjár stjórnmálahreyfingar á Reykjanesi eignuðust þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 6, Samfylkingin 4 og Framsóknarflokkurinn tvo. Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft mann af þeim flokkum sem Samfylkinguna skipaði en Framsóknarmenn héldu sínum þingmönnum þrátt 5% stiga fylgistap. Suðurnesjamenn geta gert tilkall til þriggja þingmanna af þeim 12 sem náð hlutu úr Reykjaneskjördæmi, Kristjáns Pálssonar (D), Sigríðar Jóhannesdóttur (S) og Hjálmars Árnasonar (B) sem stóð tæpast en segja má að hann hafi komið inn með morgunkaffinu sl. sunnudagsmorgun, svo seint urðu úrslitin ljós. Sjálfstæðismenn báru höfuð yfir herðar andstæðingana í umdæminu með 44,7% fylgi, Samfylkingin 28,1%, Framsókn 16%, Vinstri-Grænir 5,9% og Frjálslyndi flokkurinn 4,6%. Önnur framboð mældust ekki á Richter. Þetta er í síðasta sinn sem þau bæjarfélög sem standa að baki Reykjaneskjördæmis kjósa saman því 2003 flytjast Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes í annað umdæmi og Reykjanesbær verður stærsti byggðarkjarninn í nýju Suðurlandskjördæmi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024