Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ gagnrýna ákveðna þingmenn kjördæmisins
Mánudagur 17. desember 2007 kl. 14:38

Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ gagnrýna ákveðna þingmenn kjördæmisins

Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur sent frá sér ályktun varðandi málflutning í Vallarheiðarmálinu. Ályktunin er svohljóðandi:

 

Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ harmar þann tón sem ákveðnir þingmenn Suðurkjördæmis hafa kosið að senda okkur á sama tíma og unnið hefur verið af fullum krafti við að snúa við þeirri stöðu sem við bjuggum við fyrir um ári síðan;  Allt að þúsund manns atvinnulausir, tóm herstöð með yfirskriftina draugabær á „legsteininum“ og fáir sem sáu tækifæri til sóknar í gömlu varnarstöðinni.
 
Í dag er búið að koma hjólum efnahagslífsins af stað af miklum krafti með því að sjá og nýta tækifærin.  Ekki fór mikið fyrir ákveðnum þingmönnum kjördæmisins í því ferli öllu.  Þar fóru heimamenn fremstir í flokki.  Okkar ágæti bæjarstjóri Árni Sigfússon hefur þar átt mikinn og góðan þátt.  Þökkum við honum hans störf hér eftir sem hingað til.
 
Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024