Sjálfstæðismenn hafa selt Stapann
Á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 6. apríl s.l. varð mér mikið brugðið að heyra að fyrir lá tillaga þess efnis að selja skildi félagsheimilið Stapa og lóðina sem tilheyrir félagsheimilinu. Kaupandi var tilgreindur sem Fasteign e.h.f. og var söluverðið 121 milljón króna.
Svo mikið var óðagotið að ganga frá máli þessu að meirihluti bæjarstjórnar tók ekki í mál að slá málinu á frest, eins og lagt var til, þannig að öðrum aðilum gæfist kostur á gera tilboð í eigna, til að tryggja að hæsta mögulega verð fengist fyrir hana.
Ekki var nóg að selja ætti stolt Njarðvíkinga, sem byggt var mikilli hugsjón þar sem margar fórnfúsar hendur með einkunnarorð Ungmennafélaganna að leiðarljósi eða ræktun lýðs og lands, lögðu hönd á plóg, heldur var ætlunin að færa félagsheimilið félagi því sem áður hefur nafngreint hér að ofan, á silfurfati.
Í umræðum um málið kom fram að byggja ætti tónlistarhús við félagsheimilið en eitthvað virtist meirihlutanum hafa fipast flugið í fljótfærnishættinum því hinu ágæta fólki sem skipað hafði verið í nefnd um byggingu tónlistarhúss kom málið spánskt fyrir sjónir. Efast ég því stórlega um hagkvæmasta leiðin til byggingar slíks mannvirkis hafi verið valin né að framkvæmd þessi sé endilega til hagsældar tónlistarmenntunar í byggðarlaginu.
Eftir nefndan fund kannaði ég frekar verðgildi eignarinnar og komst að raun um, eftir viðræður við nokkra aðila sem hefðu haft hug á að gera verðtilboð í eignina, að verðgildi hennar væri ekki undir 200 milljónum króna. Ekki þarf því mjög talnaglöggan einstakling með reiknistokk að vopni að sjá að félagasamtökin og bæjarfélagið sem eru eigendur Stapa eru hlunnfarinn um hvorki meira né minna en 79 milljónir króna.
Mér er það því spurn hvor formaður Ungmennafélags Njarðvíkur hafi hér staðið vörð um hagsmuni félagsins eða hvort hagsmunir Sjálfstæðisflokksins hafi ráðið ferðinni. Sjálfstæðismönnum virðist vera mikið í mun að færa títtnefndu félag, Fasteign ehf, hverja eignina á fætur annarri upp í hendurnar án þess að markaðslögmálið skuli í heiðri haft. Það er þó flestum ljóst að þessir svokölluðu fánaberar sjálfstæðishyggjunnar hafa víst að leiðarljósi einkavæðingu og frjáls viðskipti fyrir útvalda eins og dæmin hafa sannað við útsölu ríkisfyrirtækja til gæðinga flokksins.
Eins og áður hefur verið drepið á þá er félagsheimilið Stapinn byggður af stórhuga íbúum Njarðvíkur til heilla fyrir íbúa hreppsins. Þar fór fremstur í flokki göfugmennið, Ólafur Sigurjónsson eða Óli í Stapa ásamt sveitungum sínum með brennandi áhuga og óbilandi hugsjón að leiðarljósi.
Langar mig að nota hér tækifærið og þakka öllum þeim sem haft hafa samband við mig á undanförnum dögum og lýst yfir óbeit sinni með söluna á Stapanum. Það gleður mig að heyra og sjá að enn logar á kyndlum hugsjóna og réttlætis hjá félögum þeirra samtaka sem stóðu að byggingu félagsheimilisins í Njarðvík.
Að endingu spyr ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði nú fengið mörg atkvæði í Njarðvík hefðu þeir kunngjört í síðustu kosningabaráttu að þeir ætluðu setja Stapann á undirverði á kjörtímabilinu.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi og félagi í UMFN
Svo mikið var óðagotið að ganga frá máli þessu að meirihluti bæjarstjórnar tók ekki í mál að slá málinu á frest, eins og lagt var til, þannig að öðrum aðilum gæfist kostur á gera tilboð í eigna, til að tryggja að hæsta mögulega verð fengist fyrir hana.
Ekki var nóg að selja ætti stolt Njarðvíkinga, sem byggt var mikilli hugsjón þar sem margar fórnfúsar hendur með einkunnarorð Ungmennafélaganna að leiðarljósi eða ræktun lýðs og lands, lögðu hönd á plóg, heldur var ætlunin að færa félagsheimilið félagi því sem áður hefur nafngreint hér að ofan, á silfurfati.
Í umræðum um málið kom fram að byggja ætti tónlistarhús við félagsheimilið en eitthvað virtist meirihlutanum hafa fipast flugið í fljótfærnishættinum því hinu ágæta fólki sem skipað hafði verið í nefnd um byggingu tónlistarhúss kom málið spánskt fyrir sjónir. Efast ég því stórlega um hagkvæmasta leiðin til byggingar slíks mannvirkis hafi verið valin né að framkvæmd þessi sé endilega til hagsældar tónlistarmenntunar í byggðarlaginu.
Eftir nefndan fund kannaði ég frekar verðgildi eignarinnar og komst að raun um, eftir viðræður við nokkra aðila sem hefðu haft hug á að gera verðtilboð í eignina, að verðgildi hennar væri ekki undir 200 milljónum króna. Ekki þarf því mjög talnaglöggan einstakling með reiknistokk að vopni að sjá að félagasamtökin og bæjarfélagið sem eru eigendur Stapa eru hlunnfarinn um hvorki meira né minna en 79 milljónir króna.
Mér er það því spurn hvor formaður Ungmennafélags Njarðvíkur hafi hér staðið vörð um hagsmuni félagsins eða hvort hagsmunir Sjálfstæðisflokksins hafi ráðið ferðinni. Sjálfstæðismönnum virðist vera mikið í mun að færa títtnefndu félag, Fasteign ehf, hverja eignina á fætur annarri upp í hendurnar án þess að markaðslögmálið skuli í heiðri haft. Það er þó flestum ljóst að þessir svokölluðu fánaberar sjálfstæðishyggjunnar hafa víst að leiðarljósi einkavæðingu og frjáls viðskipti fyrir útvalda eins og dæmin hafa sannað við útsölu ríkisfyrirtækja til gæðinga flokksins.
Eins og áður hefur verið drepið á þá er félagsheimilið Stapinn byggður af stórhuga íbúum Njarðvíkur til heilla fyrir íbúa hreppsins. Þar fór fremstur í flokki göfugmennið, Ólafur Sigurjónsson eða Óli í Stapa ásamt sveitungum sínum með brennandi áhuga og óbilandi hugsjón að leiðarljósi.
Langar mig að nota hér tækifærið og þakka öllum þeim sem haft hafa samband við mig á undanförnum dögum og lýst yfir óbeit sinni með söluna á Stapanum. Það gleður mig að heyra og sjá að enn logar á kyndlum hugsjóna og réttlætis hjá félögum þeirra samtaka sem stóðu að byggingu félagsheimilisins í Njarðvík.
Að endingu spyr ég hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði nú fengið mörg atkvæði í Njarðvík hefðu þeir kunngjört í síðustu kosningabaráttu að þeir ætluðu setja Stapann á undirverði á kjörtímabilinu.
Ólafur Thordersen
bæjarfulltrúi og félagi í UMFN