Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sjálfstæðismenn gagnrýna Iðnaðarráðherra
Þriðjudagur 17. maí 2005 kl. 20:11

Sjálfstæðismenn gagnrýna Iðnaðarráðherra

Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ harmar þau ummæli Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, að ekki beri að fagna viljayfirlýsingu Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja um athugun á hagkvæmni álvers í Helguvík.

Eftirfarandi ummæli ráðherrans: "Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi" og "Vonast til að samkomulagið þrýsti á norðlendinga til að sýna nauðsynlega samstöðu" beri þess merki að ráðherrann líti á sig sem ráðherra Norðurlands en ekki allrar þjóðarinnar. Jafnframt sætir það undrun að strax á næsta ríkisstjórnarfundi eftir yfirlýsinguna skuli iðnaðarráðherra knýja Alcoa um viljayfirlýsingu um byggingu álvers á Norðurlandi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024