Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sjálfstæðismenn dreifa stefnuskrá og framtíðarsýn
Baldur Guðmundsson, Björk Þorsteinsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir dreifðu stefnuskrá Sjálfstæðismanna á Nesvöllum í gær.
Miðvikudagur 14. maí 2014 kl. 07:00

Sjálfstæðismenn dreifa stefnuskrá og framtíðarsýn

Sjálfstæðismenn dreifðu í gær stefnuskrá sinni og framtíðarsýn til ársins 2018 til allra íbúa Reykjanesbæjar.

Stefnuskráin er samansett af fjölmörgum hugmyndum og ábendingum sem komu fram á fjölmennu íbúaþingi flokksins sem haldið var í byrjun apríl auk ábendinga frá íbúum sem meðal annars komu fram á íbúafundum með bæjarstjóra sem nýlega voru haldnir í öllum hverfum bæjarins.

Fyrstu eintökunum var dreift á Nesvöllum í hádeginu gær þar sem nokkrir frambjóðendur tóku hús á íbúum og gestum, segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Hér má sjá stefnuskrána í heild sinni: http://issuu.com/xdreykjanesbae
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024