Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sjálfstæðisflokkurinn til sigurs vorið 2007
Sunnudagur 12. nóvember 2006 kl. 20:16

Sjálfstæðisflokkurinn til sigurs vorið 2007

Tæplega 6000 atkvæði féllu til í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í gær 11. nóvember. Þátttakan í prófkjörinu var gífurlega öflug og lýsir sérstaklega vel þeim miklu kröftum sem  virðast fylgja Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi á ný.
Prófkjörið var fyrst og fremst sigur fyrir flokkinn. Það er afar þýðingarmikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn að virkja þá krafta sem læðst hafa upp á yfirborðið í nýafstöðnu prófkjöri. Með markvissu átaki er hægt að virkja þessa krafta. Þau sem nú hafa valist í fremstu víglínu í Suðurkjördæmi verða að tryggja sömu stemningu með frumkvæði og kraftmikilli eftirfylgni. Þá dugar ekki vera einungis hluti af liðsheild - frumkvæði er lykilorðið fyrir hvern og einn á listanum. 
 
Sjálfur er ég afar sáttur. Sú reynsla sem fylgir viðkynningu við hundruði enstaklinga vítt og breitt um kjördæmið er dýrmæt. Þá er einnig mikilsvert fyrir mig persónulega að geta litið til baka og rifjað upp alla þá aðstoð sem ég hef fengið frá vinum og vandamönnum í prófkjörinu. Aðstoðin var ekki fengin frá fólki sem vildi staldra við í einhverju vinningsliði - öll hjálpin var gefin á hreinum og mannlegum forsendum, vegna vináttu. Ykkur öllum sem lögðuð hönd á plóginn með einum eða öðrum hætti vil ég þakka af hjartans einlægni.
 
Ég óska félögum mínum öllum til hamingju með drengilega og skemmtilega prófkjörsbaráttu. 
 
Kær kveðja,
Gunnar Örn Örlygsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024