Aðsent

Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu sína
Mánudagur 9. október 2017 kl. 09:35

Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu sína

Tekið var úr lás á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í  Reykjanesbæ að Hafnargötu 61 í gær. Formleg opnun skrifstofunnar fer hins vegar fram fimmtudaginn, 12. október, kl. 18:00 en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hefur boðað komu sína.

Margt var um manninn en vel á annað hundrað manns voru mættir og þáðu vöfflur en efstu átta frambjóðendur flokksins bökuðu ofan í gesti og gangandi.

Public deli
Public deli

Frambjóðendur í efstu sætum listans ávörpuðu gesti. Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu sagði m.a. í ræðu sinni:
„Það er lífsnauðsyn fyrir atvinnulífið í landinu að fá nú meiri festu og fyrirsjánleika í umhverfi sitt. Fyrirtækin þurfa að geta gert langtímaáætlanir um rekstur og fjárfestingar. Og þetta er ekki bara mikilvægt fyrir fyrirtækin sjálf - heldur ekki síður fyrir fólkið sem vinnur hjá þeim.“