Sjálfboðin vinna að náttúruvernd
– á Reykjanesskaga
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd gangast fyrir tveimur vinnuferðum á Reykjanesskaga í næstu viku, í bæði skiptin til að fylgjast með og hægja á útbreiðslu lúpínu á friðuðum svæðum.
Fyrri ferðin er á Vogastapa að kvöldi þriðjud. 3. júní. Þar mun fólk kynnast hluta af gömlu þjóðleiðinni milli Voga og Njarðvíkur og verður unnið við að hægja á og helst stöðva framrás lúpínu sem annars myndi hylja götuna. Þetta er framhald af verkefni undanfarinna ára. Mæting við Íþróttamiðstöðina í Vogum kl. 19 - eða á Vogastapa. Umsjón: Þorvaldur Örn, sími 895 6841.
Síðari ferðin er í Reykjanesfólkvang: öku- og gönguferð laugard. 7. júní.
Ekið verður um fólkvanginn fagra og gengnar styttri göngur til að kortleggja útbreiðslu lúpínu og fjarlægja minnstu breiðurnar, í samvinnu við landvörð. Framhald verkefnis frá í fyrra. Mæting við Seltún í Krýsuvík kl. 10. Umsjón: Þorvaldur Örn, sími 895 6841.