Siv sigraði Hjálmar í ritarakjöri Framsóknarflokksins
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hlaut afgerandi kosningu í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþingi í dag. Hún var í kjöri ásamt Hjálmari Árnasyni þingmanni Reykjaness.Alls greiddu 548 manns atkvæði í kjörinu og voru 6 seðlar auðir. Siv fékk 332 atkvæði eða 61,3% gildra atkvæða en Hjálmar Árnason alþingismaður fékk 205 atkvæði eða 37,8% atkvæða.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá.
Morgunblaðið á Netinu greindi frá.