Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Síminn býður íbúum Suðurnesja sjónvarp gegnum ADSL
Mánudagur 20. júní 2005 kl. 15:22

Síminn býður íbúum Suðurnesja sjónvarp gegnum ADSL

Íbúar Reykjanesbæjar og Grindavíkur geta nú horft á sjónvarp í gegnum ADSL-tengingu hjá Símanum. Síminn hóf í fyrra sjónvarpsútsendingar í gegnum ADSL á 10 stöðum á landsbyggðinni en innan tíðar munu slíkar útsendingar ná til flestra staða á suð-vestur horninu.
Til að byrja með verða 10 sjónvarpsstöðvar í boði en strax með haustinu verður unnt að horfa á allt að 60 sjónvarpsrásir gegnum ADSL. Að auki verður veitt gagnvirk þjónusta, sem er eins konar rafræn myndbandaleiga, og er það algjör nýjung á íslenskum sjónvarpsmarkaði.

Nær nú til 50 bæjarfélaga
Þessi byltingarkennda þjónusta Símans var í upphafi boðin á 10 þéttbýlisstöðum en nær nú til 50 bæjarfélaga um land allt og verður sífellt umfangsmeiri. Víða um land eru allt að 70% þeirra sem hafa ADSL-tengingu áskrifendur að sjónvarpsþjónustunni, enda myndgæðin mun meiri en fólk á að venjast og úrval sjónvarpsstöðva mun meira. Þess má geta að með haustinu verður í boði sérstök rás sem mun sýna frá enska boltanum og verður hægt að sýna fjóra leiki samtímis á mismunandi rásum.

Meiri gagnvirkni en áður hefur þekkst
Með þessari tækni eiga viðskiptavinir okkar kost á mun meiri gagnvirkni en áður hefur þekkst hér á landi. Nú í haust er ætlunin að fara af stað með „myndbandaleigu“ í sjónvarpinu. Áhorfendur geta þá farið inn í valmynd á skjánum og valið úr hundruðum kvikmynda og þátta. Við gerum ráð fyrir því að verð fyrir kvikmynd sem pöntuð er sérstaklega úr gagnvirku myndbandaleigunni, verði svipað því sem gengur og gerist á myndbandaleigum.

Einfalt að tengjast þjónustunni
Hægt er að panta þjónustuna á vefnum okkar, www.siminn.is/sjonvarp. Það er mjög einfalt að tengjast þjónustunni því starfsmenn Símans koma heim til viðskiptavina og setja upp nýjan þráðlausan búnað fyrir ADSL kerfið og stafrænan myndlykil. Annað þarf ekki til þess að unnt sé að horfa á sjónvarp í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum. Þess má geta að uppsetningin er án viðbótarkostnaðar.

Hægt er að panta þjónustuna á vefnum okkar, www.siminn.is/sjonvarp. Það er mjög einfalt að tengjast þjónustunni því starfsmenn Símans koma heim til viðskiptavina og setja upp nýjan þráðlausan búnað fyrir ADSL kerfið og stafrænan myndlykil. Annað þarf ekki til þess að unnt sé að horfa á sjónvarp í bestu mögulegu mynd- og hljóðgæðum. Þess má geta að uppsetningin er án viðbótarkostnaðar.

Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024