Silja og Jóhann fyrir Framsókn

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður og Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur skipa annað og fjórða sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Framsóknarflokkurinn ætlar sér að vinna að hag allra landsmanna og leiðrétta þann mikla halla sem er á fjárframlögum til heilbrigðis-og menntamála hér á svæðinu.

Silja Dögg hefur verið þingmaður Framsóknarflokks frá 2013 og lagt fram frumvörp og tillögur á þingi um líffæragjöf, fæðingar- og foreldraorlof og stuðning við fólk sem þarf að nýta sér tæknifrjóvganir, svo eitthvað sé nefnt.

Jóhann Friðrik er mörgum Suðurnesjamönnum kunnur, meðal annars fyrir baráttu sína á sviði heilbrigðismála og lýðheilsu. Jóhann hefur verið virkur andstæðingur mengandi stóriðju í Helguvík og einnig látið sig málefni Ásbrúar varða en mikill kostnaður mun leggjast á Reykjanesbæ vegna hverfisins á næstu misserum.

Framsóknarflokkurinn verður með vöfflukaffi í Framsóknarhúsinu næstkomandi föstudag kl.16.00, þar sem rætt verður stjórnmálaviðhorfið og komandi kosningar. Allir velkomnir!