SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGAR:
Minnkandi kjörsókn ogúrslitin ollu vonbrigðumSigríður Jóhannesdóttir skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar og komst örugglega á þing þrátt fyrir að árangur fylkingarinnar væri ekki í samræmi við væntingar.„Mér efst í huga er minnkandi kjörsókn Íslendinga en góð kjörsókn hefur löngum verið aðall þjóðarinnar. Úrslit kosninganna ollu mér talsverðum vonbrigðum en þau voru í samræmi við síðustu skoðanakannanir. Af einhverjum orsökum réðust allir að okkur og eftir á að hyggja höfðum við of mörg járn í eldinum, vorum of miklir hugsjónarmenn. Fyrir kosningar taldi ég 32% fylgi lágmark en útkoman varð lakari. Annars var samstaðan á Suðurnesjum sterk, kosningabaráttan skemmtileg og ég lagði mikla vinnu í hana.Hvert er mikilvægi Suðurnesjaþingmannanna m.t.t. breyttrar kjördæmaskipunar?„Úrslitin voru ágæt að því leytinu, 3 þingmenn inni. Mér sé nauðsyn þess að byggja veg um nýja kjördæmið.“Áttu von á að verða áfram í stjórnarandstöðu?„Við vorum nú að gera Framsókn og Vinstri-Grænum ákveðið tilboð og spennandi að sjá hverjar undirtektirnar verða.“Hvaða skoðun hefur þú á launahækkun þingmanna skv. úrskurði Kjaradóms?„Það hefur lengi verið talað um að hækka þyrfti laun alþingismanna. Ég var ein af fáum aðilum sem hækkaði í launum við það að gerast þingmaður, komandi úr kennarastéttinni. Þingmenn hafa föst laun og fá t.d. ekkert greitt fyrir nefndarsetur o.sv.frv. Álagið er oft ótrúlegt og 16 klst. viðverutími afar algengur.