SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR SKRIFAR: SAMFYLKINGIN FYRIR FJÖLSKYLDUFÓLK
Eitt mikilvægasta mál sem tekist er á um í komandi kosningabaráttu er staðaheimilanna í samfélaginu. Auðvitað standa heimilin mjög misjafnlega að vígihvað efni snertir en þó verður að játa að sá hópur sem hefur einna minnstuúr að spila í því góðæri sem við nú lifum er ungt millitekjufólk sem er aðkoma yfir sig húsnæði á sama tíma og það er að ala upp börnin sín. Þettafólk er oft mjög skuldugt og reynir að vinna alla þá vinnu sem það kemstyfir til að greiða niður skuldir en lendir þá oft um leið í hinum verstuhremmingum hvað varðar allar mögulegar tekjutengingar svo ekki sé minnst ámikinn kostnað vegna barnagæslu svo að oft ber það minna úr býtum en ætlaðvar. Það er mjög brýnt að draga úr þessum tekjutengingum þannig að fólklendi ekki í þeim mun verri fátækragildru sem það leggur á sig meiri vinnu.Þessu til áréttingar ætla ég að segja ykkur sögu ungra hjóna sem til mínleituðu nú á útmánuðum í örvinglan sinni. Þessi hjón höfðu fest kaup á íbúðfyrir um það bil 10 árum. Bæði hjónin höfðu ekki einungis haft fulla vinnuheldur alla þá yfir og aukavinnu sem þau höfðu komið höndum yfir í þessiár. Þrátt fyrir mikinn kostnað vegna barnagæslu misstu þau barnabætur vegnatekjutengingar og jafnframt minnkuðu vaxtabætur þrátt fyrir vaxandiskuldir. Loks fór svo að þrátt fyrir allt þetta vinnuálag, allt það sem þauhöfðu lagt á fjölskylduna til að þau gætu haldið húsnæðinu, misstu þau þaðá nauðungaruppboði og sátu nú uppi með sárt ennið, á götunni með 4 börn ogmiklar skuldir sem þau munu þurfa að glíma við að greiða upp á næstu árum.Því miður er það svo að saga þessara ungu hjóna er ekki einsdæmi. Það ermargt ungt fólk sem berst við að halda í horfinu því skuldaskrýmsli semstöðugt ógnar fjölskyldunni en lendir stöðugt í þrengri stöðu eftir því semfólk leggur meira á fjölskylduna. Því veldur mjög hátt vaxtastig í landinuog verðbæturnar sem bankakerfið rígheldur í og græðir á tá og fingri áeinmitt þessu fólki sem verður að bæta við sig lánum til að borga önnurlán. Og svo ekki síst tekjutengingar ýmiss konar eins og til dæmis ábarnabótum en þannig hefur á síðasta kjörtímabili ríkissjóður náð 2.2milljörðum króna af barnafólki með því að skerða barnabætur. Það var þámarkhópur, fólkið sem er að ala upp næstu kynslóð Íslendinga og er oft átíðum að leggja á sig mikið vinnuálag til að koma húsnæði yfirfjölskylduna. Og er blygðunarlaust látið gjalda þess. Ísland er eittNorðurlandanna með tekjutengdar barnabætur en barnabætur eru hér á landi um40% lægri en þar tíðkast. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að trúa þeimflokkum fyrir atkvæði sínu sem setið hafa að völdum nú í mesta góðæriÍslandssögunnar og farið svona að ráði sínu gagnvart því fólki sem þaðlofaði gulli og grænum skógum fyrir síðustu kosningar. Þó að þeir draginúna úr pússi sínu á gulnuðuum blöðum kosningaloforðin sín frá síðustukosningum þá er það auðvitað ekki nema hlægilegt.Samkvæmt opinberum tölum þá hafa skuldir heimilanna aukist um 50 milljarðaá síðastliðnu ári. Auðvitað er þar að hluta til um skuldsetningu að ræðavegna eignaaukningar en vísbendingar eru um að stór hluti þessara skuldaséu til komnar vegna þess að fólk tekur lán til að borga uppsafnaðarskuldir og lengir þannig aðeins í hengingarólinni.Samfylkingin hefur sett fram áætlun um að bæta hag íslenskrabarnafjölskyldna en hún fær til þess umboð í komandi kosningum.Samfylkingin ætlar að afnema tekjutengingu barnabóta, Samfylkingin vill aðráðstafanir í skatta, félags- og tryggingamálum taki mið af hagsmunumfjölskyldunnar. Við viljum þannig að foreldrar geti nýtt sér ónýttanskattaafslátt barna en allar okkar áætlanir miða þó að því að varðveitastöðugleikann í efnahagsmálum sem launþegahreyfingin hefur átt mestan þáttí að skapa á undanförnum árum.Við viljum lengja fæðingarorlof í 12 mánuði.Við viljum gera samfélag okkarbarnvænna. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum.Ágæti kjósandi. Í komandi kosningum eru í raun aðeins tveir kostir. Ef þúert ánægður með ástand velferðarmála eins og það er í dag þá velur þúsitjandi stjórnarflokka. Ef þú vilt breyta þá áttu samleið með Samfylkingunni.Verum samferða og breytum rétt. Sigríður Jóhannesdóttir, alþingismaður.