Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sextán ára unglingur keypti áfengi á skemmtistað um áramótin
Fimmtudagur 8. janúar 2009 kl. 23:48

Sextán ára unglingur keypti áfengi á skemmtistað um áramótin



Ég er móðir og bý í Reykjanesbæ, ósköp venjuleg móðir 4 barna. Þar á meðal á ég 16 ára ungling. Nú eru nýliðin áramót, unglingurinn minn var heima hjá fjölsk sinni í matarboði, amma, afi, frænkur og frændur, bara svona “týpískt” fjölskylduboð, allir voða fínir, glaðir og kátir.
Unglingurinn minn fór svo út með vinunum eftir kl 12, mamman hafði engar áhyggjur af honum, enda prýðis táningur sem er yfirleitt til fyrirmyndar. Nú gestirnir týndust til síns heima hver af öðrum er líða tók á nýársnótt, þá var bara í rólegheitum farið í náttfötin sín og haft kósý.
Kl 4.45 er hringt, LÖGREGLAN hér: Við erum með unglinginn þinn hér undir áhrifum áfengis, gætirðu komið og sótt hann ? Að sjálfsögðu segir mamman og gerir það, unglingurinn fer HEIM að sofa. Ekki ætla ég nánar út í það, en tilefni þessa bréfs er: HVAÐ ER Í GANGI HJÁ EIGENDUM SKEMMTISTAÐA og hjá LÖGREGLUNNI ?
Bæði ég sjálf og margir sem ég hef rætt við sáu og fréttu af fullt af unglingum inni á skemmtistöðunum, ég er þá að tala um krakka frá því að vera í 10 bekk og eldri. Minn unglingur fékk afgreiðslu á barnum þar sem hann var þessa nótt. Ég tók rúnt um bæinn og sá þetta með eigin augum. Ég hef að sjálfsögðu verið 16 ára sjálf, man alveg hvað það var gaman að byrja að skemmta sér, ENN.... það var öðruvísi þá, það var ekki allt á kafi í eiturlyfjum inni á skemmtistöðum eins og núna, þetta kann að hljóma klisjukennt en ég veit betur. Mér er mjög annt um börnin mín, mér er líka alls ekki sama um alla hina unglingana sem komust inn á skemmtistaðina þessa nýársnótt. Ef við foreldrarnir reynum ekki hvað við getum að passa upp á börnin okkar, þá gerir það enginn. Fannst ég bara þurfa að vekja athygli á þessu.
 
Góðar stundir
Móðir í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024