Sex hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári
Árið 2003 hefur verið fremur slysalítið ár til þessa, samanborið við undanfarin ár. Það sem af er ári hafa sex manns látist í umferðinni, en að jafnaði farast um 24 í umferðinni árlega. Í dag hefst árlegt þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum. Markmið átaksins er að hvetja alla Íslendinga til að leggjast á eitt í baráttunni gegn umferðarslysum. Þjóðarátakið stendur í sjö vikur, allan júlí og lungan af ágúst.Á meðan á átakinu stendur mun VÍS kynna til sögunnar fólk sem þekkir slysin af eigin raun; fórnarlömb slysa og fólk sem starfar að björgun og umönnun. Með því er ætlunin að varpa ljósi á bakgrunn hvers einstaks umferðarslyss og þann viðbúnað sem samfélagið hefur uppi þegar slys ber að höndum. Þá mun VÍS gangast fyrir getraun um umferðaröryggismál í samstarfi við Rás 2 og Esso, þar sem glæsilegir vinningar verða í boði.
Þetta er í þriðja sinn sem VÍS efnir til þjóðarátaks gegn umferðarslysum. Þjóðarátakið er liður í forvarnaráætlun félagsins sem er í gangi allt árið. Sumarið er sá tími sem flest alvarleg umferðarslys verða og því ástæða til að hvetja sérstaklega til aðgæslu á þessum árstíma. Júlí og ágúst eru samkvæmt tölum Umferðarstofu hættulegustu mánuðir ársins í umferðinni, en þá verða að jafnaði flest banaslysin og að meðaltali slasast flestir í þessum mánuðum. Þá virðast föstudagar vera hættulegustu dagar vikunnar.
Þetta er í þriðja sinn sem VÍS efnir til þjóðarátaks gegn umferðarslysum. Þjóðarátakið er liður í forvarnaráætlun félagsins sem er í gangi allt árið. Sumarið er sá tími sem flest alvarleg umferðarslys verða og því ástæða til að hvetja sérstaklega til aðgæslu á þessum árstíma. Júlí og ágúst eru samkvæmt tölum Umferðarstofu hættulegustu mánuðir ársins í umferðinni, en þá verða að jafnaði flest banaslysin og að meðaltali slasast flestir í þessum mánuðum. Þá virðast föstudagar vera hættulegustu dagar vikunnar.