Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • „Sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið“
  • „Sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið“
    Særún Rósa Ástþórsdóttir 
verkefnisstjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 07:00

„Sérmenntun á sviði leiðsagnar um Reykjanesið“

- Leiðsögunám hjá MSS

Í vetur mun Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum setja af stað Leiðsögunám í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námið er samtals 22 einingar og undirbýr nemendur m.a. undir það að fylgja ferðamönnum um Reykjanesið. Mikil aukning ferðamanna hefur haft gríðarleg áhrif á svæðið og leggur MSS áherslu á hlutverk miðstöðvarinnar í að efla menntunarstig innan ferðaþjónustunnar sem og að auka gæði þeirrar þjónustu og starfsemi sem er hér fyrir.

Áreiðanleiki og fagleg vinnubrögð
Leiðsögunámið hefur það að markmiði að nemendur öðlist sérmenntun á sviði leiðsagnar og hafi færni og hæfni til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þessi atriði eru lykilþáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu í nærumhverfinu og tækifæri til þess að styrkja innviði og efla ferðaþjónustuna til muna. Námið veitir rétt til inngöngu í Félag leiðsögumanna en áætlað er að það fari af stað í byrjun október. Því má gera ráð fyrir að nýútskrifaður hópur leiðsögumanna hafi möguleika á að starfa við leiðsögn strax á næsta ári.

Reykjanesið, náttúruperla í bakgarðinum
Viðfangsefni námsins eru margvísleg en farið er yfir sögu Íslands, jarðfræði, gróðurfar, mannlíf, tengingu við þjóðsögur og bókmenntir auk hagnýtra atriða varðandi skipulag ferða, leiðsögutækni, samskipti og margt fleira. Hluti af náminu er svokallað svæðisbundið leiðsögunám þar sem áhersla er lögð á Reykjanesið. Mikill áhugi er fyrir náminu og fjölmargar fyrirspurnir og skráningar borist en enn er hægt að skrá sig á heimasíðu MSS. Uppbygging og gæði ferðaþjónustu á Suðurnesjum er samvinnu verkefni og hagsmunamál allra á svæðinu. Verum í fyrsta sæti!

Særún Rósa Ástþórsdóttir 

verkefnastjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024