Selur á flæðiskeri
Til er fólk sem segir að náttúran sé ekkert sérstök og frekar leiðinleg. Ég er frekar ósammála þessu. Það þarf að elska náttúru, þá getur maður séð marga nýja og skemmtilega hluti.
Síðasta fimmtudag var ég á leiðinni til vinar míns um kvöldið, hjá ströndinni við sjóinn hjá Fitjum. Og allt í einu heyrði ég skrítið hljóð, sem vakti áhuga minn. Þegar ég kom nær hljóðinu, sá ég að við ströndina liggur selur. Hann var fastur þar, og gat ekki farið í sjóinn. Þegar selur liggur svona á þurru landi er hann hjálparlaus, til þess að komast aftur í sjó þarf hann að hoppa smá og rúlla sér um. En brimbrjóturinn sem hann lá á var allt of mjór, og hann gat ekki náð í með afturhreifunum. Ég hringdi á 112 og þau komu síðar. Lögreglan sagði að best væri að hringja í dýrasérfræðinga og gera það sem þeir segja. Dýrasérfræðingar sögðu að það væri best að bara láta hann í friði. Ég vildi ekki skilja hann eftir hjálparlausan, en það var alveg að koma nótt þannig að ég þurfti að fara heim. Ég skildi vel að allt var í lagi með selinn, hann er ekki hræddur við kuldann, og ekki eru heldur ísbirnir á Íslandi sem geta etið hann. Mesta hættan fyrir seli eru ekki hákarlar né ísbirnir, heldur manneskjan. Mest það að maðurinn veiðir mjög mikið af fisk og þá verður engin fæða fyrir selinn.
Síðar sögðu vinir mínir um að selurinn fór þangað viljandi til að hafa hamskipti, eða kannski til að fæða, eða kannski til að deyja vegna sjúkdóms. Næsta dag fór ég eftir skóla að staðnum til að gá hvort hann væri þar, en auðvitað var hann ekki þar, sem þýðir að hann synti bara í burtu.
Eins og Albert Einstein sagði : „Að sjá og skilja náttúruna, og skemmta sér að því, er stærsta gjöf náttúrunnar“. Ekki gleyma því og notið það og þið munuð sjá margt frábært og skemmtilegt.
Daníel Alexandersson, 15 ára.