Segjum já við sameiningu
Þann 8. október n.k. verður kosið um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kosningin er mjög mikilvæg og snertir alla íbúa þessara byggðalaga. Mikil samkeppni um íbúa og fyrirtæki er staðreynd og til að Suðurnesin verði með bestu valkostunum þurfum við að taka höndum saman.
Skólar
Skólarnir spila veigamikið hlutverk þegar kemur að því að velja sér stað til búsetu. Þegar Ásdís Halla fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar var aðstoðarmaður menntamálaráðherra, hringdi í hana maður og spurði hvaða skólar væru bestir í Reykjavík. Þessi maður var með hag barna sinna að leiðarljósi og vildi flytja í hverfi þar sem börnin hans fengju bestu mögulegu menntunina. Hún kannaði málið en ekkert mátti gefa upp. Málið var skoðað enn frekar og upp úr því voru einkunnir úr samræmdum prófum birtar. Samkeppni kom upp á milli skóla og landshluta. Sveitarfélögin leiða nú skólakerfið og er mjög mikilvægt að vel sé að því staðið og að börn fái sem bestu menntun án þess að gjalda þess með vali á búsetu. Reykjanesbær hefur lagt mikla vinnu í að bæta alla aðstöðu í skólum og um leið lagt mikið upp úr því að kennslan sé fagleg og að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa. Nýtt skref hefur verið tekið með kennsluháttum í Akurskóla sem er einstaklingsbundið nám. Frístundaskóli fyrir öll börn er kominn á í Reykjanesbæ, líka fyrir fötluð börn. Stóraukið samstarf milli skóla og foreldra hefur skilað sér í hærri einkunum í samræmdum prófum sem sýnir að það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað, er að skila sér í Reykjanesbæ. Ef, til að mynda Garður, Sandgerði og Reykjanesbær myndu sameinast væri hægt að bæta ennfrekar það góða starf sem unnið er í skólum í Garði og Sandgerði og gera svæðið ákjósanlegra fyrir vikið.
Félagsþjónusta
Öllum sveitarfélögum er skylt að halda úti félagsþjónustu fyrir þá sem þess þurfa. Reykjanesbær hefur tekið þennan málaflokk til gagngerar endurskoðunar á síðustu árum. Þar má nefna fjölmenningarstefnu þar sem íbúarnir eru ekki allir Íslendingar. Eyðublöð hafa verið þýdd á erlenda tungu til að bæta þjónustuna. Þá hefur verið komið á dagvistun fyrir einstaklinga sem glíma við geðraskanir og þannig meðal annars unnið gegn félagslegri einangrun. Boðið hefur verið uppá svokölluð SOS námskeið þar sem unnið er á hegðunarvandamálum barna og unglinga með það góðum árangri að notkun lyfja meðal barna er minni hérna en í öðrum landshlutum. Með sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var öll nærþjónusta bætt og til að mæta vegalengdum í þjónustu er boðið upp á fríar samgöngur. Með sameiningu myndi þessi verðugi málaflokkur styrkjast enn frekar, með hag íbúanna að leiðarljósi.
Skipulagsmál
Heildarskipulag á Reykjanesi skiptir sköpum upp á framtíðina að gera. Á vissum svæðum þarf að ná sáttum hjá nokkrum skipulagsnefndum sem oft getur reynst erfitt. Ein skipulagsnefnd með þágu heildarinnar í huga, gæti unnið málin mun hraðar og náð betri árangri. Ef allar spár um uppbyggingu á svæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verða að veruleika, er nauðsynlegt að aðeins ein skipulagsnefnd komi að málunum. Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði eitt sinn í viðtali, að um leið og svæðið næði yfir stærra svæði aukast möguleikarnir svo um munar. Ef litið er á hverfaþróunina eins og hún er í dag, þá er mikil uppbygging í Tjarnahverfi og fljótlega í Dalshverfi. Þessi hverfi teygja sig óneitanlega í átt til Vatnsleysustrandarhreppar og innan fárra ára gæti byggð í þessum tveimur sveitarfélögum legið saman. Væri þá ekki nær fyrir Voga og Reykjanesbæ að sameinast?
Atvinnumál
Miklar hugmyndir í atvinnumálum hafa verið upp á borðinu síðustu ár. Stálpípuverksmiðja, skinnuverksmiðja og nú síðast álversframkvæmdir. Einnig eru umsvif í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mikil og þar munu skapast fjölda nýrra starfa á næstu árum. Það er mikilvægt að haldið sé rétt á þessum mikilvægasta málaflokki. Án atvinnu heldur ekkert í. Reykjanesbær hefur lagt mikið í að efla menntun á háskólastigi með stofnun Íþróttaakademíunnar og um leið skapað störf. Suðurnesin er eitt atvinnusvæði þar sem viss svæði eiga ekki að takast á um framkvæmdir stórfyrirtækja innan sinna landamæra. Bara þessi málaflokkur sýnir hversu mikilvægt það er að standa saman í samkeppninni.
Að lokum
Ég hef mikla trú á Suðurnesjunum, öll þjónusta er innan seilingar og hér hefur átt sér stað fólksfjölgun enda hefur ímynd okkar út á við lagast til muna. Höfuðborgarsvæðið er stutt frá okkur sem gerir okkar svæði fýsilegra og með tvöföldun Reykjanesbrautar hefur verið greitt úr umferð og verulega dregið úr slysatíðni. Ekkert er því til fyrirstöðu að búa hér og sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Ég hvet almenning til að taka höndum saman og segja já við sameiningu. Tökum öll þátt í að byggja hér eitt sterkasta sveitarfélag landsins sem getur boðið hátt þjónustustig og fallegt umhverfi, það er okkur öllum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið.
Árni Árnason
Formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Skólar
Skólarnir spila veigamikið hlutverk þegar kemur að því að velja sér stað til búsetu. Þegar Ásdís Halla fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar var aðstoðarmaður menntamálaráðherra, hringdi í hana maður og spurði hvaða skólar væru bestir í Reykjavík. Þessi maður var með hag barna sinna að leiðarljósi og vildi flytja í hverfi þar sem börnin hans fengju bestu mögulegu menntunina. Hún kannaði málið en ekkert mátti gefa upp. Málið var skoðað enn frekar og upp úr því voru einkunnir úr samræmdum prófum birtar. Samkeppni kom upp á milli skóla og landshluta. Sveitarfélögin leiða nú skólakerfið og er mjög mikilvægt að vel sé að því staðið og að börn fái sem bestu menntun án þess að gjalda þess með vali á búsetu. Reykjanesbær hefur lagt mikla vinnu í að bæta alla aðstöðu í skólum og um leið lagt mikið upp úr því að kennslan sé fagleg og að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa. Nýtt skref hefur verið tekið með kennsluháttum í Akurskóla sem er einstaklingsbundið nám. Frístundaskóli fyrir öll börn er kominn á í Reykjanesbæ, líka fyrir fötluð börn. Stóraukið samstarf milli skóla og foreldra hefur skilað sér í hærri einkunum í samræmdum prófum sem sýnir að það uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað, er að skila sér í Reykjanesbæ. Ef, til að mynda Garður, Sandgerði og Reykjanesbær myndu sameinast væri hægt að bæta ennfrekar það góða starf sem unnið er í skólum í Garði og Sandgerði og gera svæðið ákjósanlegra fyrir vikið.
Félagsþjónusta
Öllum sveitarfélögum er skylt að halda úti félagsþjónustu fyrir þá sem þess þurfa. Reykjanesbær hefur tekið þennan málaflokk til gagngerar endurskoðunar á síðustu árum. Þar má nefna fjölmenningarstefnu þar sem íbúarnir eru ekki allir Íslendingar. Eyðublöð hafa verið þýdd á erlenda tungu til að bæta þjónustuna. Þá hefur verið komið á dagvistun fyrir einstaklinga sem glíma við geðraskanir og þannig meðal annars unnið gegn félagslegri einangrun. Boðið hefur verið uppá svokölluð SOS námskeið þar sem unnið er á hegðunarvandamálum barna og unglinga með það góðum árangri að notkun lyfja meðal barna er minni hérna en í öðrum landshlutum. Með sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var öll nærþjónusta bætt og til að mæta vegalengdum í þjónustu er boðið upp á fríar samgöngur. Með sameiningu myndi þessi verðugi málaflokkur styrkjast enn frekar, með hag íbúanna að leiðarljósi.
Skipulagsmál
Heildarskipulag á Reykjanesi skiptir sköpum upp á framtíðina að gera. Á vissum svæðum þarf að ná sáttum hjá nokkrum skipulagsnefndum sem oft getur reynst erfitt. Ein skipulagsnefnd með þágu heildarinnar í huga, gæti unnið málin mun hraðar og náð betri árangri. Ef allar spár um uppbyggingu á svæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verða að veruleika, er nauðsynlegt að aðeins ein skipulagsnefnd komi að málunum. Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði eitt sinn í viðtali, að um leið og svæðið næði yfir stærra svæði aukast möguleikarnir svo um munar. Ef litið er á hverfaþróunina eins og hún er í dag, þá er mikil uppbygging í Tjarnahverfi og fljótlega í Dalshverfi. Þessi hverfi teygja sig óneitanlega í átt til Vatnsleysustrandarhreppar og innan fárra ára gæti byggð í þessum tveimur sveitarfélögum legið saman. Væri þá ekki nær fyrir Voga og Reykjanesbæ að sameinast?
Atvinnumál
Miklar hugmyndir í atvinnumálum hafa verið upp á borðinu síðustu ár. Stálpípuverksmiðja, skinnuverksmiðja og nú síðast álversframkvæmdir. Einnig eru umsvif í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mikil og þar munu skapast fjölda nýrra starfa á næstu árum. Það er mikilvægt að haldið sé rétt á þessum mikilvægasta málaflokki. Án atvinnu heldur ekkert í. Reykjanesbær hefur lagt mikið í að efla menntun á háskólastigi með stofnun Íþróttaakademíunnar og um leið skapað störf. Suðurnesin er eitt atvinnusvæði þar sem viss svæði eiga ekki að takast á um framkvæmdir stórfyrirtækja innan sinna landamæra. Bara þessi málaflokkur sýnir hversu mikilvægt það er að standa saman í samkeppninni.
Að lokum
Ég hef mikla trú á Suðurnesjunum, öll þjónusta er innan seilingar og hér hefur átt sér stað fólksfjölgun enda hefur ímynd okkar út á við lagast til muna. Höfuðborgarsvæðið er stutt frá okkur sem gerir okkar svæði fýsilegra og með tvöföldun Reykjanesbrautar hefur verið greitt úr umferð og verulega dregið úr slysatíðni. Ekkert er því til fyrirstöðu að búa hér og sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins. Ég hvet almenning til að taka höndum saman og segja já við sameiningu. Tökum öll þátt í að byggja hér eitt sterkasta sveitarfélag landsins sem getur boðið hátt þjónustustig og fallegt umhverfi, það er okkur öllum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið.
Árni Árnason
Formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ