SBK styrkti ferð Bjargarinnar
Laugardaginn 30. júní síðastliðinn fóru félagar í Björginni í dagsferð um Gullna þríhyrninginn. Veður var afspyrnugott, logn, sól og heiðríkur himinn. Hópurinn taldi á milli 15-20 manns. Fólk kynnti sér land og sögu og söng af hjartans lyst í rútunni sem var styrkur frá SBK, en bílstjórinn hann Símon er félagi í Björginni og er bílstjóri hjá SBK.
Í dagslok var áð í Básnum undir Ingólfsfjalli, víkingaskálinn skoðaður og síðan snædd ljúffeng lambasteik. Básinn sérhæfir sig í því að taka á móti hópum og var þar veitt vel og útilátið af mikilli prýði. Ferðin tókst í alla staði vel og var gleðiauki okkur félögunum. Fyrir hönd félaga og starfsfólks í Björginni færum við SBK okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Guðrún og Steinþór