Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sáttatillaga frá formanni VS
Laugardagur 21. apríl 2018 kl. 16:22

Sáttatillaga frá formanni VS

Fimmtudaginn 12. apríl var haldinn fjölmennur félagsfundur í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Á fundinum var samþykkt að vísa frá öllum tillögum B-lista framboðs, m.a. þeirri tillögu að framlengja framboðsfrest til stjórnarkjörs. 
Undanfarna daga hefur komið í ljós að uppi er verulegur órói í félaginu. Sá órói og óánægja er enn til staðar þrátt fyrir niðurstöðu félagsfundar. Það fór enginn sigri hrósandi út af þeim fundi.  
 
Þetta ástand er farið að áhrif á starfsfólk félagsins og alla starfsemi þess og ég sem formaður félagsins get ekki látið það viðgangast.  
Framundan er erfið kjarasamningsgerð og nauðsynlegt að félagið geti beitt sér af fullum krafti til hagsbóta fyrir félagsmenn. 
 

Ég hef því ákveðið, í samráði við stjórn, að leggja til við aðalfund VS, sem haldinn verður 26. apríl nk. að samþykkt verði að fara í viðræður við VR um hugsanlega sameiningu. 
Fari svo að aðalfundur samþykki slíka tillögu væri hægt að hefja slíkar viðræður nú þegar og ganga síðan til kosninga um sameiningu í haust þegar að niðurstaða viðræðna liggur fyrir. 
 
Guðbrandur Einarsson, 
formaður VS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024