Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 1. maí 1999 kl. 20:20

SANDKASSASLAGUR Í BÆJARSTJÓRN

Fundur bæjarstjórnar þriðjudaginn 20. apríl færði bæinn ósköp lítið fram á við og líkari skætingi ungbarna í leikskólasandkassa. Minnihlutinn barðist gegn sandkastalabyggingu meirihlutans. Sandi var kastað svo einhverjum sveið í augu sem svaraði í sömu mynt þar til allir höfðu sandinn bragðað og stígvél sumra full. Minnihlutinn gróf stríðsexi, sagðist í samstarfi við leikskólakennarana og einn úr þeirra hópi sagði hluta sandhrúgunnar stolinn úr öðrum sandkassa og varaði meirihlutann við, sagði val á skóflum til byggingar kastalans svindl, hinir leikskólarnir hefðu ekki fengið að vera með. Meirihlutinn varði sinn hluta sandkassans og var stoltur af því að hafa verið fyrstur til að gera sandkastala, sandi hefði verið reddað til að auðvelda skóflukostnaðinn, sandkassareglur virtar. Hann sagði minnihlutann hafa vælt öllu í leikskólakennarana og spurði hvort öllum fyndist ekki höllin flott en að lokum þegar ljóst varð að slagurinn varð ekki sigraður með sandkasti einu saman þá stóð einn upp og sagði bara... ananana, þið ráðið engu því þið eruð færri. Að loknum þessum lágkúrulega sandkassaslag, sem stóð í eina klst. og 45 mínútur, voru fundargerðir barnaverndarnefndar, fjölskyldu- og félagsmálaráðs, framkvæmda- og tækniráðs, markaðs- og atvinnuráðs, menningar- og safnaráðs, skipulags- og byggingarnefndar, skóla- og fræðsluráðs, sögunefndar Hafna, sögunefndar Keflavíkur, Brunavarna Suðurnesja, Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, Hitaveitu Suðurnesja og Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja samþykktar á næstu 13 mínútum - ellefu núll á öllum vígstöðvum. jak.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024