SANDGRAS VIÐ ALLA GRUNNSKÓLA Í HAUST
Stýrihópur um einsetningu grunnskólanna í Reykjanesbæ, undir forystu bæjarfulltrúans Skúla Skúlasonar, hefur lagt til að byggðir verði upphitaðir sparkvellir með gervigrasi við alla grunnskóla í Reykjanesbæjar fyrir næsta skólaár. „Þetta er svokölluð „Bingen“ hugmynd sem hefur tekist afar vel á Norðurlöndunum og þróast yfir til annarra landa svo sem Mið-Evrópu og Bandaríkjanna. Það er lagt til að þetta gerist nú í sumar og haust sem hluti af lóðarframkvæmdum. Við Myllubakkaskóla komi völlur af stærðinni 20m x 40m , á svæði sem sparkvöllur hefur verið. Við Holtaskóla verði völlurinn örlítð minni en staðsettur við norðurgafl íþróttahússins og við Njarðvíkurskóla verði sett gervigras á völlinn sem fyrir er en hann er af sömu stærð og Myllubakkavöllurinn. Gervigrasið er sandgras, viðurkennt af KSÍ, Það verður þó að árétta að hugmyndafræðin á bak við svona velli er að ekki eigi að skipuleggja þar keppni þetta eru fyrst og fremst leiksvæði enda áríðandi að bæjaryfirvöld tryggi örugg leiksvæði í næsta nágrenni heimilanna“ sagði Skúli Skúlason aðspurður um málið.