Sandgerðisbær sameinist Reykjanesbæ
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur ályktað um alvarlega stöðu Sandgerðisbæjar. Heimir leggur til að bæjarstjórn Sandgerðisbæjar óski eftir formlegum viðræðum við bæjarstjórn Reykjanesbæjar um sameiningu sveitarfélaganna. Sandgerði stendur nú frammi fyrir miklum erfiðleikum vegna áfalla í atvinnu- og fjármálum, rekstur bæjarfélagsins verður þyngri og illviðráðanlegri með hverju árinu sem líður. Sameining felur í sér öryggi og aukið þjónustustig fyrir Sandgerðinga, þar sem stærri einingar eru betur í stakk búnar til að takast á við þann vanda sem steðjar að. Heimir minnir á að það er skylda hvers kjörins bæjarstjórnarmanns að starfa í þágu bæjarfélagsins með hag þess og íbúanna að leiðarljósi.