Sandgerði og framtíðin
– Svavar Grétarsson skrifar
Þessa dagana sitja allmargir bæjarbúar yfir stefnuskrám og greinum eftir frambjóðendur og velta því fyrir sér hvað sé gott og hvað má bæta og laga.
Ég hef undanfarna daga og vikur átt mörg samtöl við íbúa bæjarins og hefur það galopnað hug minn fyrir hinum ýmsu málum, bæði stórum og smáum. Það er mér því ljóst að mörg mál bíða nýrrar bæjarstjórnar og má þar helst telja upp málefni leikskólans, húsnæðismál, atvinnumál og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt.
Tækifærin til þess að ná sátt í þessum málum eru svo sannarlega til staðar. Mikilvægt er að virkja sem flesta í þá vinnu, því þannig verður hægt að ná sem bestum árángri og sátt í bæjarfélaginu.
Möguleikarnir eru svo sannarlega til staðar í Sandgerði, við þurfum oft bara að opna augu okkar, sjá þá og grípa. Ég er þess fullviss að í Sandgerði er hægt að skapa fyrirmyndar samfélag á öllum sviðum.
Með stuðningi ykkar kæru Sandgerðingar er ég tilbúinn að leggja mig allan fram og stuðla að því að gera bæinn okkar enn betri að öllu leyti.
„Okkur sem annt er um bæinn okkar, setjum X við H á kjördag“
Svavar Grétarsson
3. sæti H-Listans
Lista fólksins