Sandgerði – fyrirmyndar bæjarfélag!
Á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda, hef ég verið bæjarfulltrúi K – listans og síðasta árið hef ég verið formaður bæjarráðs. K – listinn hefur meirihluta fulltrúa í bæjarstjórn, þ.e. 4 fulltrúa af 7. Fyrir mig hefur þetta verið tími ánægjulegrar reynslu og ég tel það til forréttinda að hafa fengið tækifæri til að vinna að málefnum bæjarins okkar með reyndum, dugmiklum og ábyrgum einstaklingum.Undir forystu K – listans hafa framkvæmdir og málefni bæjarins tekið miklum framförum og ætla ég hér að nefna örfá atriði sem mér hafa verið sérstaklega hugleikin.
Skóla- og fræðslumál.
K-listinn hefur lagt mikla áherslu á eflingu skóla- og fræðslumála.
Hafin var samvinna milli tónlistarskólans, leikskólans og grunnskólans. Nú fá öll börn á leikskólanum og fyrstu bekkjum grunnskólans tónlistarkennslu.
Með nýrri viðbyggingu er grunnskólinn tilbúinn til einsetningar næsta haust. Þannig skapast rými fyrir tvær nýjar sérstofur, þ.e. myndmenntastofu og náttúrufræðistofu. Einnig hefur verið lögð aukin áhersla á allt innra starf skólans, með áherslu á uppbyggingu á gæðakerfi, eflingu sérkennslu og stuðningskennslu. Einnig má nefna þróun lífsleiknideildar í efri bekkjum grunnskólans.
Þá hefur sá árangur náðst í starfsmannamálum að hlutfall réttindakennara hefur farið úr u.þ.b. 50% í u.þ.b. 98%. Auk þessa var komið á skólaliðakerfi og fjölgun stuðningsfulltrúa og segja má að starfsmannahópurinn hafi aldrei verið öflugri. Þetta allt hefur skilað sér í bættum námsárangri nemenda.
Nýlega var tekin í notkun ný viðbygging við leikskólann og eru þar nú 3 deildir. Þar var ráðinn matráðsmaður og fá börnin nú allan mat á staðnum. Leikskólinn er í alla staði vel búinn og þjónustan þar eins og best gerist á landinu.
Æskulýðs- og íþróttamál.
Félagsmiðstöðin Skýjaborg flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði á kjörtímabilinu og hefur tómstundastarf unga fólksins verið eflt til muna og er nú boðið upp á stöðuga og fjölbreytta dagskrá.
Málefni barna okkar þurfa að vera stöðugt í umræðunni og við að mæta þörfum þeirra.
Staðið hefur verið vel við bakið á ungu og efnilegu íþróttafólki og einnig íþróttafélögin í bænum.
Þessa dagana er að ljúka vinnu að bættri aðstöðu við sundlaugarsvæðið, sem vonandi verður vel tekið af bæjarbúum.
Málefni eldri borgara.
Félagsstarf eldri borgara hefur farið stöðugt vaxandi og er þar nú boðið upp á skemmtilegt og fjölbreytt starf, sem vel er nýtt. Boðið er upp á mat í Miðhúsum 5 daga vikunnar.
Farið var í samvinnu við Búmenn um byggingu átta nýrra íbúða og hafa þær allar verið afhentar. Einnig hefur komið lánsloforð um byggingu tveggja parhúsaíbúða og verður vonandi hafist handa sem fyrst.
Ný vímuvarnaráætlun.
Bæjarstjórn samþykkti nýverið vímuvarnaráætlun fyrir Sandgerðisbæ og hefur verið samþykkt í bæjarráði að auka við stöðugildi félagsmálastjóra úr 50% í 75% til þess að halda utan um og koma áætluninni í framkvæmd.
Húsnæðismál unga fólksins.
Samkvæmt tillögu K – listans í bæjarráði, er unnið að athugun á samstarfi við Búseta um möguleika á því að hefja byggingar íbúða fyrir ungt fólk hér í Sandgerði. Það er von mín að þetta mál fái fljóta og góða afgreiðslu því eftirspurn eftir húsnæði hefur aukist og ekki hvað síst frá ungu fólki.
Ábyrg fjármálastjórn.
K – listinn samþykkti framboðslista sinn 26. mars s.l., langfyrstur allra framboða í Sandgerði. Á listanum er sambland af reyndu og dugmiklu fólki ásamt ungum og áhugasömum einstaklingum sem vilja láta sig varða málefni bæjarins okkar. Allt er þetta fólk sem bæjarbúar geta treyst til kraftmikilla starfa og ábyrgðar í fjármálum bæjarfélagsins. Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram í 4. sæti listans, baráttusætið og legg þar með traust mitt á kjósendur um að styðja mig til áframhaldandi góðra verka fyrir bæjarfélagið næstu fjögur árin.
Kosningamiðstöð K – listans.
Við opnum glæsilega kosningamiðstöð n.k. laugardag, 20. apríl kl. 14:00 að Víkurbraut 11 (gamla Kaupfélagið). Ég vil f.h. frambjóðenda K – listans bjóða Sandgerðingum að koma og kynna sér stefnumál okkar, ræða málin og þiggja í leiðinni kaffi og kræsingar.
Hittumst hress!
Jóhanna Sólrún Norðfjörð
formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.
Skóla- og fræðslumál.
K-listinn hefur lagt mikla áherslu á eflingu skóla- og fræðslumála.
Hafin var samvinna milli tónlistarskólans, leikskólans og grunnskólans. Nú fá öll börn á leikskólanum og fyrstu bekkjum grunnskólans tónlistarkennslu.
Með nýrri viðbyggingu er grunnskólinn tilbúinn til einsetningar næsta haust. Þannig skapast rými fyrir tvær nýjar sérstofur, þ.e. myndmenntastofu og náttúrufræðistofu. Einnig hefur verið lögð aukin áhersla á allt innra starf skólans, með áherslu á uppbyggingu á gæðakerfi, eflingu sérkennslu og stuðningskennslu. Einnig má nefna þróun lífsleiknideildar í efri bekkjum grunnskólans.
Þá hefur sá árangur náðst í starfsmannamálum að hlutfall réttindakennara hefur farið úr u.þ.b. 50% í u.þ.b. 98%. Auk þessa var komið á skólaliðakerfi og fjölgun stuðningsfulltrúa og segja má að starfsmannahópurinn hafi aldrei verið öflugri. Þetta allt hefur skilað sér í bættum námsárangri nemenda.
Nýlega var tekin í notkun ný viðbygging við leikskólann og eru þar nú 3 deildir. Þar var ráðinn matráðsmaður og fá börnin nú allan mat á staðnum. Leikskólinn er í alla staði vel búinn og þjónustan þar eins og best gerist á landinu.
Æskulýðs- og íþróttamál.
Félagsmiðstöðin Skýjaborg flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði á kjörtímabilinu og hefur tómstundastarf unga fólksins verið eflt til muna og er nú boðið upp á stöðuga og fjölbreytta dagskrá.
Málefni barna okkar þurfa að vera stöðugt í umræðunni og við að mæta þörfum þeirra.
Staðið hefur verið vel við bakið á ungu og efnilegu íþróttafólki og einnig íþróttafélögin í bænum.
Þessa dagana er að ljúka vinnu að bættri aðstöðu við sundlaugarsvæðið, sem vonandi verður vel tekið af bæjarbúum.
Málefni eldri borgara.
Félagsstarf eldri borgara hefur farið stöðugt vaxandi og er þar nú boðið upp á skemmtilegt og fjölbreytt starf, sem vel er nýtt. Boðið er upp á mat í Miðhúsum 5 daga vikunnar.
Farið var í samvinnu við Búmenn um byggingu átta nýrra íbúða og hafa þær allar verið afhentar. Einnig hefur komið lánsloforð um byggingu tveggja parhúsaíbúða og verður vonandi hafist handa sem fyrst.
Ný vímuvarnaráætlun.
Bæjarstjórn samþykkti nýverið vímuvarnaráætlun fyrir Sandgerðisbæ og hefur verið samþykkt í bæjarráði að auka við stöðugildi félagsmálastjóra úr 50% í 75% til þess að halda utan um og koma áætluninni í framkvæmd.
Húsnæðismál unga fólksins.
Samkvæmt tillögu K – listans í bæjarráði, er unnið að athugun á samstarfi við Búseta um möguleika á því að hefja byggingar íbúða fyrir ungt fólk hér í Sandgerði. Það er von mín að þetta mál fái fljóta og góða afgreiðslu því eftirspurn eftir húsnæði hefur aukist og ekki hvað síst frá ungu fólki.
Ábyrg fjármálastjórn.
K – listinn samþykkti framboðslista sinn 26. mars s.l., langfyrstur allra framboða í Sandgerði. Á listanum er sambland af reyndu og dugmiklu fólki ásamt ungum og áhugasömum einstaklingum sem vilja láta sig varða málefni bæjarins okkar. Allt er þetta fólk sem bæjarbúar geta treyst til kraftmikilla starfa og ábyrgðar í fjármálum bæjarfélagsins. Ég tók þá ákvörðun að bjóða mig fram í 4. sæti listans, baráttusætið og legg þar með traust mitt á kjósendur um að styðja mig til áframhaldandi góðra verka fyrir bæjarfélagið næstu fjögur árin.
Kosningamiðstöð K – listans.
Við opnum glæsilega kosningamiðstöð n.k. laugardag, 20. apríl kl. 14:00 að Víkurbraut 11 (gamla Kaupfélagið). Ég vil f.h. frambjóðenda K – listans bjóða Sandgerðingum að koma og kynna sér stefnumál okkar, ræða málin og þiggja í leiðinni kaffi og kræsingar.
Hittumst hress!
Jóhanna Sólrún Norðfjörð
formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.