Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samvinna til atvinnusköpunar
Föstudagur 4. september 2020 kl. 11:54

Samvinna til atvinnusköpunar

Þriðjudag hinn 8. september verður hleypt af stokkunum framtaki sem mun miðast að því að með öllum finnanlegum ráðum skapa vinnu, tekjur og viðurværi og þannig mæta þeim erfiðleikum sem nú steðja að mörgum þeim sem hér búa í samfélaginu.

Ætlunin er að hafa hittinga einu sinni í viku til að byrja með og sjá hvernig okkur vegnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnið sem býður okkar er að skapa vinnu með ykkar hugmyndir að vopni og til þess nýta okkur alla þá aðstoð sem samfélagið getur boðið upp á til að auðvelda okkur þetta verk.

Við munum á hverju fundi hafa einn sérfræðing sem heldur smá fræðslu um sérhver þau meginatriði sem koma að sköpun á vinnu, þróun og markaðsfærslu og vonumst til að sem flestir sem atvinnulausir eru nú muni koma og nýtar sér þetta framtak og þá sérstaklega þeir sem ef til vill hafa hugmynd sem þeim langi að koma í framkvæmd en ekki hefur skeð af einhverjum ástæðum.

Við vonum að þetta geti greitt leiðina að varanlegri vinnu, framkvæmd eða að minnsta kosti gefið ábendingar um hvað skuli huga að áður en rokið er af stað á undan tilbúnu verki. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að þetta muni takast.

Einhversstaðar verður að byrja svo ef þú berð með þér hugmynd sem þig langar að gera að þinni vinnu og vilt þiggja ráð og rön um hvernig hægt væri að ná því markmiði komdu til okkar upp í Virkjun á þriðjudagsmorgun kl. 10. Það kostar ekkert nema að þú hafir tíma til.

Heimilisfang Virkjunar Flugvallarbraut 740 á Ásbrú í Reykjanesbæ.