Samverusvæði og Vatnsholtið
Í stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar sem nú hefur verið dreift inn á heimili bæjarbúa, er lögð áhersla á að fjölga samverusvæðum og taka skuli ákvörðun um nýtingu Vatnsholtsins í samvinnu við félagasamtök og íbúa. Ég vil í fáum orðum fjalla lítillega um þessar áherslur Samfylkingarinnar.Flestir foreldrar hafa örugglega fundið fyrir því að það er mjög erfitt að finna svæði í þessum bæ þar sem hægt er að dveljast með börnunum sínum dagpart eða svo.
Vissulega má finna hér rólur eða eitthvað ámóta en slíkt nýtist alls ekki allri fjölskyldunni. Hér þurfa að vera til gróin svæði með leiktækjum fyrir börnin og aðstöðu fyrir foreldra. Má t.d nefna borð og bekki, hugsanlega einhverri hreinlætisaðstöðu og fl. Samfylkingin leggur áherslu á að slík svæði verði að finna hér í bæ í framtíðinni.
Nýting gæsluvalla:
Ég vil nefna 3 svæði sérstaklega hér Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ sem henta sérlega vel sem slík svæði. Þessi svæði eru: Miðtúnsgæsluvöllur sem nú hefur verið lokað, Ásabrautargæsluvöllur sem einnig hefur verið lokað og svæðið ofan Faxabrautar milli Baugholts og Krossholts. Það svæði hefur m.a. verið notað undir kofabyggð og sem matjurtagarður fyrir skólabörn. Það er í sjálfu sér gott og gilt, en svæðið er því miður bara moldarflag þess á milli, íbúum í nálægum húsum til mikillar armæðu. Þessi svæði eiga það sameiginlegt að byggð er allt í kringum þau og þau því verulega skjólsæl. Það eru einhver leiktæki á þeim öllum ásamt hreinlætisaðstöðu og því alls ekki mikill kostnaður fylgjandi því að gera þau hin ákjósanlegustu samverusvæði fyrir fjölskylduna. Það er ekki vegna áhugaleysis að ég nefni ekki svæði í Njarvíkurhverfi heldur vegna vanþekkingar. Ég á hins vegar von á því að íbúar Njarðvíkur geti bent á fjöldann allan af svæðum sem hentað gætu sem samverusvæði fyrir fjölskylduna.
Skipulag Vatnsholtsins:
Það kunna einhverjir að vera undrandi á því að Samfylkingin leggi áherslu á Vatnsholtið. Skógræktarfélag Suðurnesja hafi fengið því svæði úthlutað og hafin sé þar skógrækt. Því er til að svara að Vatnsholtið er eitt verðmætasta svæði Reykjanesbæjar sem þó hefur verið í órækt allan þennan tíma. Það er ekki forsvaranlegt að verið sé með tilraunastarfsemi í skógrækt á þessum bletti. Það er ekki verið að kasta rýrð á starfsemi skógræktarfélagsins með þessu heldur benda á að skógrækt væri heppilegri á flestum öðrum stöðum. Meðal hugmynda sem upp hafa komið varðandi Vatnsholtið er það verði skipulagt sem útivistarsvæði. Hægt væri að koma þar fyrir aðstöðu til íþróttaiðkunar, koma fyrir vindmönum og gera ráð fyrir göngubrautum og skipulögðum gróðurreitum. Þetta ásamt mörgu öðru myndi gera Vatnsholtið að sannkallaðri útivistarparadís. Það hafa einnig komið upp aðrar hugmyndir um nýtingu Vatnsholtsins en Samfylkingin leggur áherslu á að ákvörðun um nýtingu þess verði tekin í samráði við Skógræktarfélagið og íbúa bæjarins.
Guðbrandur Einarsson,
skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
Vissulega má finna hér rólur eða eitthvað ámóta en slíkt nýtist alls ekki allri fjölskyldunni. Hér þurfa að vera til gróin svæði með leiktækjum fyrir börnin og aðstöðu fyrir foreldra. Má t.d nefna borð og bekki, hugsanlega einhverri hreinlætisaðstöðu og fl. Samfylkingin leggur áherslu á að slík svæði verði að finna hér í bæ í framtíðinni.
Nýting gæsluvalla:
Ég vil nefna 3 svæði sérstaklega hér Keflavíkurmegin í Reykjanesbæ sem henta sérlega vel sem slík svæði. Þessi svæði eru: Miðtúnsgæsluvöllur sem nú hefur verið lokað, Ásabrautargæsluvöllur sem einnig hefur verið lokað og svæðið ofan Faxabrautar milli Baugholts og Krossholts. Það svæði hefur m.a. verið notað undir kofabyggð og sem matjurtagarður fyrir skólabörn. Það er í sjálfu sér gott og gilt, en svæðið er því miður bara moldarflag þess á milli, íbúum í nálægum húsum til mikillar armæðu. Þessi svæði eiga það sameiginlegt að byggð er allt í kringum þau og þau því verulega skjólsæl. Það eru einhver leiktæki á þeim öllum ásamt hreinlætisaðstöðu og því alls ekki mikill kostnaður fylgjandi því að gera þau hin ákjósanlegustu samverusvæði fyrir fjölskylduna. Það er ekki vegna áhugaleysis að ég nefni ekki svæði í Njarvíkurhverfi heldur vegna vanþekkingar. Ég á hins vegar von á því að íbúar Njarðvíkur geti bent á fjöldann allan af svæðum sem hentað gætu sem samverusvæði fyrir fjölskylduna.
Skipulag Vatnsholtsins:
Það kunna einhverjir að vera undrandi á því að Samfylkingin leggi áherslu á Vatnsholtið. Skógræktarfélag Suðurnesja hafi fengið því svæði úthlutað og hafin sé þar skógrækt. Því er til að svara að Vatnsholtið er eitt verðmætasta svæði Reykjanesbæjar sem þó hefur verið í órækt allan þennan tíma. Það er ekki forsvaranlegt að verið sé með tilraunastarfsemi í skógrækt á þessum bletti. Það er ekki verið að kasta rýrð á starfsemi skógræktarfélagsins með þessu heldur benda á að skógrækt væri heppilegri á flestum öðrum stöðum. Meðal hugmynda sem upp hafa komið varðandi Vatnsholtið er það verði skipulagt sem útivistarsvæði. Hægt væri að koma þar fyrir aðstöðu til íþróttaiðkunar, koma fyrir vindmönum og gera ráð fyrir göngubrautum og skipulögðum gróðurreitum. Þetta ásamt mörgu öðru myndi gera Vatnsholtið að sannkallaðri útivistarparadís. Það hafa einnig komið upp aðrar hugmyndir um nýtingu Vatnsholtsins en Samfylkingin leggur áherslu á að ákvörðun um nýtingu þess verði tekin í samráði við Skógræktarfélagið og íbúa bæjarins.
Guðbrandur Einarsson,
skipar 3. sæti á lista
Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.