Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samtök sjálfstæðra skóla með ráðstefnu
Þriðjudagur 24. janúar 2006 kl. 10:06

Samtök sjálfstæðra skóla með ráðstefnu

Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð 10. mars 2005. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, alls 35 skólar, hafa gerst aðilar að samtökunum. Tilgangur samtakanna er að gæta hagsmuna sjálfstæðra skóla, efla samheldni þeirra, skapa vettvang til skoðanaskipta og vera í forsvari fyrir sjálfstæða leik- og grunnskóla gagnvart opinberum aðilum.

Næsta laugardag þann 28. janúar standa Samtök sjálfstæðra skóla fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica milli kl. 13 – 17, sem ber yfirskriftina ,,Fjölbreyttir skólar, fleiri möguleikar”. Þeir sem vilja kynna sér dagskrá ráðstefnunnar er bent á vefsíðu samtakanna www.sssk.is.

Í tengslum við ráðstefnuna ætla aðildarskólar samtaka sjálfstæðra skóla að hafa ,,opið hús” mánudaginn 30. janúar þar sem tekið verður vel á móti þeim sem vilja kynna sér starfsemi skólanna. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri.

Þeir sjálfstæðu skólar sem starfa hér á Reykjanesinu eru: leikskólinn Gefnarborg Garði, leikskólinn Gimli Reykjanesbæ og leikskólinn Krókur í Grindavík.

S. Karen Valdimarsdóttir
leikskólastjóri á Gimli

(situr í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla)
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024