Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:10

Samþykkt íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkurbæjar

Á fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar Grindavíkur þann 1. febrúar 2000 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur mótmælir þeirri ákvörðun sýslumannsins í Keflavík að færa vaktir lögreglunnar í Grindavík til Keflavíkur. Það að vinna fornvarnarstarf verður ekki unnið með akstri í gegnum bæjarfélagið eins og stefnt er að. Á vegum nefndarinnar hefur verið starfsmaður í 50% starfi við forvarnir í grunnskólanum í góðu samstarfi við lögregluna í Grindavík. Þessu forvarnarstarfi yrði kastað á glæ ef að þessum breytingum yrði og hlýtur slíkt að flokkast undir mikla tímaskekkju. Við sem bæjarbúar og foreldrar glímum við vaxandi vímuefnavanda eins og önnur samfélög í þessu landi. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við að þessi ákvörðun standi. Þá leyfum við okkur að minna á að ríkisstjórn Íslands hefur stefnt að því að bæta en ekki skerða forvarnir. Virðingarfyllst, Íþrótta- og æskulýðsnefnd Grindavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024