Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:10

Samþykkt bæjarstjórnar Grindavíkur

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á fundir bæjarstjórnar Grindavíkur 2. febrúar s.l.: „Bæjarstjórn telur þær tillögur sem Sýslumaðurinn í Keflavík hefur kynnt til breytinga á skipan lögreglu á Suðurnesjum séu ekki til þess fallnar að framangreind markmið náist. Bæjarstjórn skorar á Sýslumanninn í Keflavík að hverfa frá fyrirhuguðum breytingum. Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir liðsinni dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra, sýslumanns og þingmanna kjördæmisins til þess að staðfest verði í lögum, eða reglugerð ef heimild er til þess, að lögreglulið skuli vera staðsett í Grindavík. Að sjálfstæði Lögreglunnar í Grindavík verði tryggt með sérstökum fjárveitingum. Bæjarstjórn fagnar hugmyndum um að svæði Grindavíkurlögreglunnar verði stækkað og leggur áherslu á að endurskipulagt vaktakerfi að nóttu og fram á morgun, með tveimur mönnum, verði tekið upp að nýju til viðbótar núverandi vaktakerfi.“ Fundargerðin var borin undir atkvæði í bæjastjórn og samþykkt einróma og síðar borin undir atkvæði á borgarafundi og hlaut sömu afgreiðslu þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024