Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samstaða um sókn?
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 10:02

Samstaða um sókn?

Við Íslendingar eigum mörg sóknarfæri. Hér býr ung og vel menntuð þjóð, við eigum sterkt lífeyrissjóðakerfi og búum að traustum innviðum samfélagsins. Við eigum gríðarlegar auðlindir í formi fiskjar, orku, vatns, ræktunarlands og hreinleika. Þessa styrkleika eigum við að nýta til þess að skapa þau skilyrði að einstaklingar geti með framtaki sínu skapað sér tækifæri og aukin verðmæti.


Alls eru nú 15.026 einstaklingar án atvinnu og er atvinnuleysi í sögulegu hámarki.  Við þessu ástandi verður að sporna. Stjórnmálamenn landsins verða að ná samstöðu um að sækja fram í atvinnumálum. Ekki dugir að sitja hjá, gagnrýna og hafna þeim tækifærum sem blasa við og benda á „eitthvað annað“ sem á sér ekki stoð í raunheimum. Það er ekki svar fyrir þessa 15.026 einstaklinga og fjölskyldur þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Unnur Brá Konráðsdóttir
alþingismaður