Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samstaða skilar árangri
Föstudagur 23. janúar 2004 kl. 10:52

Samstaða skilar árangri

Fimmtudaginn 21. janúar sl. voru í bæjarráði Reykjanesbæjar samþykktar verulegar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Afsláttarkjör eru nú allt önnur og sambærileg við það sem best gerist.
Má þar nefna að skystkinaafsláttur með öðru barni er nú 40% í stað 25% áður og þvi þriðja 75% í stað 50% áður.
Námsmannaafsláttur er veittur sé annað foreldrið í námi og veittur er syskinaafsláttur eigi foreldrar samtímis börn hjá dagforeldri og í leikskóla. Þetta er er veruleg bót frá því sem áður var.
Frá því að meirihluti sjálfstæðismanna samþykkti verulega hækkun á leikskólagjöldum samhliða fjárhagsáætlun 2004, hefur mikil umræða átt sér stað í sveitarfélaginu vegna þess. Það leiddi til þess að forsvarsmenn foreldrafélaganna boðuðu til opins fundar sem haldinn var mánudaginn 19. janúar sl. þar sem þátttaka var mjög góð. Einnig hefur mikill umræða átt sér stað á spjallrás Víkurfrétta um gjaldskrárhækkuna. Það var ljóst foreldrar voru óánægðir og voru tilbúnir til þess að tjá sig um það.
Þrátt fyrir að ekki hafi náðst fram lækkun á grunngjaldi er ljóst að veruleg bót hefur náðst fram. Því má þakka mikilli samstöðu foreldra. Hefðu þeir ekki tekið af skarið og þjappað sér saman, er ljóst að ekkert hefði gerst. Foreldrar hafa sýnt í þessu máli að samstaða skilar árangri.

Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ

VF-ljósmynd: Frá leikskólanum Tjarnarseli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024