Samningatækni og markaðsmál í Virkjun
Virkjun minnir á að nú stendur yfir skráning á námskeiðin "Samningatækni - samningar við fólk" og "Markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki".
Skráningar fara fram hjá Miðstöð símenntunar, s: 421-7500, eða með tölvupósti á [email protected]
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Samningatækni –samningar við fólk
Fræðsla um grunnatriði í samningatækni. Farið í algengustu mistök þegar samningar misheppnast og mikilvægi þess að semja um þarfir og hagsmuni með því að umgangast samningsaðila af mildi og viðhalda góðum samskiptum þrátt fyrir að vera hörku samningamaður. Á námskeiðinu er unnið með fjölbreytt en einföld dæmi samninga. Efnið hentar til dæmis þeim sem vilja vera sterkari í að semja um kaup og kjör (beggja vegna borðs þ.e. launþegi og atvinnurekandi), vöru (einnig beggja vegna borðs þ.e. sölumaður og kaupandi) eða einfaldlega þeim sem vilja auka samskiptahæfni sína við að semja um verkefnin á heimilum eða vinnustað.
Leiðbeinandi: Steinunn I. Stefánsdóttir M.Sc. í viðskiptasálfræði og steitufræðum.
Tími: 27.10. kl.13:00 –17:00
Markaðsmál fyrir lítil fyrirtæki
Farið stuttlega yfir grundvallaratriði í markaðsgreiningu svo sem:
Markaðsrannsóknir og – greiningu
Samkeppnisgreiningu
Markhópagreiningu
Aðgreiningu á markaði
Fjallað stuttlega um áætlanagerð og mikilvægi markaðsáætlunar
Farið yfir helstu kynningaleiðir og hvar hægt er að leita frekari upplýsinga
Fjallað verður um þessi atriði út frá því hvað hægt er að gera fyrir frekar lítinn pening.
Leiðbeinandi: Þóranna Jónsdóttir MBA, sérfræðingur á Markaðssviði Sparisjóðsins í Keflavík.
Tími: 29.10. kl. 13:00 – 16:00