Sammála um að vera ósammála
Öll sjónarmið koma fram
Áhyggjur Sjálfstæðismanna eru óþarfar
Ólík sjónarmið leiða til umræðu og upplýsinga
Stjórnmálaöfl eiga ekki að hindra niðurstöðu þjóðarinnar
Háværar raddir hafa verið uppi um það að Vinstri græn og Samfylking muni eiga erfitt með að komast að niðurstöðu í Evrópumálum hljóti flokkarnir umboð til að mynda ríkisstjórn eftir komandi Alþingiskosningar. Einhverra hluta vegna virðast Sjálfstæðismenn hafa hve mestar áhyggjur af þessu og benda réttilega á að flokkarnir tveir, VG og Samfylking, eru á öndverðum meiði í málaflokknum.
Áhyggjur Sjálfstæðismanna eru óþarfar
Ég er nú reyndar þannig gerð að ég vil gera það besta úr öllum hlutum en mér finnst þessi staðreynd sem Sjálfstæðismenn hafa bent á einfaldlega vera kostur en ekki ókostur. Þegar að því kemur að ríkisstjórn Íslands þarf að taka afstöðu til Evrópumála þá tel ég að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið séu ríkisstjórnarflokkarnir einmitt á öndverðum meiði.
Af hverju? Jú, ef við setjum dæmið upp þannig að ríkisstjórn sé mynduð af tveimur eða fleiri flokkum sem eru sammála um Evrópumálin, hvort sem þeir eru hlynntir eða andvígir aðild, þá blasir við að þeir muni þrýsta á að niðurstaðan verði í samræmi við það sem ríkjandi stjórnmálaflokkar eru sammála um. Þá er mikil hætta á að málefnaleg og upplýsandi umræða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar verði ákaflega lítilvægleg og að öllum líkindum yrði hún frekar áróðurskennd.
Af hverju? Jú, ef við setjum dæmið upp þannig að ríkisstjórn sé mynduð af tveimur eða fleiri flokkum sem eru sammála um Evrópumálin, hvort sem þeir eru hlynntir eða andvígir aðild, þá blasir við að þeir muni þrýsta á að niðurstaðan verði í samræmi við það sem ríkjandi stjórnmálaflokkar eru sammála um. Þá er mikil hætta á að málefnaleg og upplýsandi umræða um kosti og galla Evrópusambandsaðildar verði ákaflega lítilvægleg og að öllum líkindum yrði hún frekar áróðurskennd.
Ólík sjónarmið leiða til umræðu og upplýsinga
Útkoman yrði væntanlega sú að yfirlýst stefna ríkjandi stjórnmálaflokka myndi ná fram að ganga og jafnvel án beinnar þátttöku þjóðarinnar í málefnalegri umræðu. Séu ríkisstjórnarflokkar hins vegar á öndverðum meiði mun hvor flokkur koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem þannig myndi leiða til lýðræðislegri vinnubragða. Þjóðin fengi sem bestar upplýsingar um þá hagsmuni sem munu glatast og/eða hlotnast okkur við aðild og eiga þannig auðveldara með að vega og meta þessa hagsmuni og taka í framhaldinu upplýsta ákvörðun um málefnið.
Þegar rætt er um hagsmunamál af þessari stærðargráðu er auðvitað óásættanlegt að ríkjandi stjórnmálaöfl ákveði hver sé vilji þjóðarinnar og leyfi jafnvel ekki nauðsynlega umræðu. Ákveði einfaldlega að umræðan sé ekki á dagskrá, semja um það að ekki verði rætt um málið á ákveðnu tímabili og treysta ekki þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun. Því skal haldið til haga að undirrituð er sjálf andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og það er yfirlýst stefna VG að ganga ekki í Evrópusambandið.
Þegar rætt er um hagsmunamál af þessari stærðargráðu er auðvitað óásættanlegt að ríkjandi stjórnmálaöfl ákveði hver sé vilji þjóðarinnar og leyfi jafnvel ekki nauðsynlega umræðu. Ákveði einfaldlega að umræðan sé ekki á dagskrá, semja um það að ekki verði rætt um málið á ákveðnu tímabili og treysta ekki þjóðinni til að taka upplýsta ákvörðun. Því skal haldið til haga að undirrituð er sjálf andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og það er yfirlýst stefna VG að ganga ekki í Evrópusambandið.
Stjórnmálaöfl eiga ekki að hindra niðurstöðu þjóðarinnar
Það er þrátt fyrir allt ekki hlutverk stjórnmálaafla að koma í veg fyrir það að þjóðin fái að komast að annarri niðurstöðu en þeirra, til dæmis með því að setja umræðu einfaldlega ekki á dagskrá. Það er aftur á móti í verkahring stjórnmálamanna að upplýsa þjóðina um staðreyndir málsins þannig að þjóðin geti tekið sjálfstæða ákvörðun og stuðla að því að fókið fái tækifæri til að koma vilja sínum á framfæri með skipulagningu á lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég treysti þjóðinni til að kjósa það sem henni er fyrir bestu og ég kvíði ekki niðurstöðunni. Í lýðræðisþjóðfélögum hlýtur niðurstaða þjóðarinnar alltaf að vera sú rétta.
Ef sú staðreynd að VG og Samfylking eru á öndverðum meiði í Evrópumálum á að vera stærsta hindrunin sem þarf að yfirstíga til að flokkarnir eigi að geta myndað ríkisstjórn að loknum kosningum þá tel ég að Sjálfstæðismenn þurfi ekkert að hafa frekari áhyggjur af því.
Ef sú staðreynd að VG og Samfylking eru á öndverðum meiði í Evrópumálum á að vera stærsta hindrunin sem þarf að yfirstíga til að flokkarnir eigi að geta myndað ríkisstjórn að loknum kosningum þá tel ég að Sjálfstæðismenn þurfi ekkert að hafa frekari áhyggjur af því.
Arndís Soffía Sigurðardóttir
Skipar 2. sæti hjá VG í Suðurkjördæmi
Skipar 2. sæti hjá VG í Suðurkjördæmi