Samhugur í verki
Fyrir jólin sýndu Suðurnesjamenn samhug sinn í verki. Kvenfélögin á Suðurnesjum tóku sig saman og stóðu fyrir söfnun, með svipuðum hætti og Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, handa þeim sem bágust kjör hafa. Áhugasamir rekstraraðilar stóðu fyrir söfnun á jólapökkum sem kvenfélögin sáu um að úttdeila ásamt öðrum góðum gjöfum. Yfir 40 umsóknir bárust um aðstoð og var hægt að koma til móts við þær allar.
Sem framkvæmdstjóri félagsmála í Reykjanesbæ vil ég þakka öllum þeim sem stóðu að þessu myndarlega framtaki fyrir óeigingjarnt og kærleiksríkt starf og ykkur sem létuð eitthvað af hendi rakna fyrir að sýna samborgurum ykkar samhug í verki. Það er gott til þess að vita að við byggjum samfélag þar sem fólk lætur sig hvert annað varða. Ég efast ekki um að þetta framtak sé komið til að vera.
Gleðilegt ár
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar
Sem framkvæmdstjóri félagsmála í Reykjanesbæ vil ég þakka öllum þeim sem stóðu að þessu myndarlega framtaki fyrir óeigingjarnt og kærleiksríkt starf og ykkur sem létuð eitthvað af hendi rakna fyrir að sýna samborgurum ykkar samhug í verki. Það er gott til þess að vita að við byggjum samfélag þar sem fólk lætur sig hvert annað varða. Ég efast ekki um að þetta framtak sé komið til að vera.
Gleðilegt ár
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar