Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samgöngur til framtíðar
Fimmtudagur 5. nóvember 2009 kl. 15:07

Samgöngur til framtíðar

Við nemendur í Akurskóla tökum þátt í Legókeppni firstlego sem haldin verður 7. nóvember. Þema keppninnar í ár er samgöngur. Við ákváðum að skoða hvernig samgöngum í bæjarfélaginu er háttað og hvort við getum ekki gert enn betur og jafnframt hugsað um umhverfið í leiðinni.


Við fegnum viðtal við Víði hjá Hitaveitunni og Árna bæjarstjóra. Auk þess sem við kynntum okkur hvaða umhverfisvænir ferðamátar eru á næsta leyti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Reykjanesbær er að vinna með verkefni sem er kallað „Rafmagnaður Reykjanesbær“ en það felur í sér að stuðla að aukinni notkun rafmagnsknúna farartækja næstu 5 árin. Einnig er bærinn farinn að huga að því að reisa rafmangshleðslu staura. Bærinn hefur einnig skoðað það að í framtíðinni skipta út strætisvögnum fyrir rafmagnsvagna. Það er dýrt og en verðugt verkefni að mati bæjarstjóra. Strætó verður þó áfram ókeypis og auðvitað er það mun hagkvæmara, en að nota einkabílinn, að ferðast með strætó.


Hitaveitan er að vinna spennandi verkefni með fyrirtæki sem heitir Carbon Recycling, en það er fyrirtæki sem rannsakar metan með það í huga sem eldsneyti fyrir farartæki.


Okkur finnst gott að vita til þess að bærinn og hitaveitan séu að hugsa til framtíðar. Við teljum að fleiri geti nýtt sér strætó, með því dregið úr umferð og útlosun gróðurhúsaefna. Það er einnig mikilvægt að bærinn stuðli að notkun rafmangsbíla með því að setja upp hleðslustöðvar og það er gaman að heyra að bærinn er nú þegar byrjaður að skoða það.


Við þökkum viðmælendum okkar fyrir að gefa okkur viðtal og hvetjum fólk til að huga að umhverfinu þegar það ferðast um bæinn okkar.


Error - Lególið Akurskóla