Samgöngur í Suðurkjördæmi
Samgöngumál eru flestum íbúum landsins ofarlega í huga því góðar samgöngur eru forsenda þess að byggðalög fái tækifæri til þess að dafna og þróast. Þar eru íbúar í Suðurkjördæmi engin undantekning. Samgöngumálin eru málaflokkur sem verður að taka föstum tökum því þar eru verkefnin aðkallandi.
Hægt er að taka sem dæmi samgöngur til Vestmannaeyja. Þau mál eru í ólestri og hafa verið í ólestri í þó nokkurn tíma. Ferðum Herjólfs verður að fjölga og mikilvægt er að sá flugrekstraraðili sem á að sjá um flug á milli lands og eyja sé í stakk búinn til þess að sinna verkefninu. Eyjamenn geta ekki búið við óvissu í sambandi við flug. Ekki er langt síðan fregnir bárust af því að Flugfélag Íslands væri hefja áætlunarflug til Eyja á nýjan leik. Því fögnuðu Eyjamenn og það er vonandi að það komi til með að treysta stoðirnar undir byggðinni í Eyjum. Traustar flugsamgöngur munu líka efla ferðaþjónustu til muna í Eyjum.
Til lengri tíma litið er gríðarlega mikilvægt að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði bættar. Til þess að það geti gerst er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega alla þá möguleika sem í boði eru. Kanna þarf hvaða leiðir henta, hagkvæmni þeirra og nýtingarmöguleika.
Í mínum huga hlýtur tvöföldun Suðurlandsvegar líka að vera eitt af forgangsmálum verðandi þingmanna Suðurkjördæmis. Sá fjöldi bíla sem þar fer um á hverjum degi kallar á að ráðist verði sem allra fyrst í þá framkvæmd. Sá mikli byggðakjarni sem hefur byggst upp á undanförnum árum og áratugum austan við Hellisheiðina treystir á að þessi framkvæmd komist á dagskrá hjá stjórnvöldum.
Í austasta hluta kjördæmisins er ein samgöngubót orðin mjög aðkalland og það eru göng undir Lónsheiði. Vegurinn um Hvalnes – og Þvottárskriður er orðinn mikil hindrun á þjóðvegi 1. Miklum fjármunum er varið í halda þessum farartálma opnum á ári hverju. Nauðsynlegt er að skoða hvort ekki sé orðið tímabært að skoða kosti þess að setja þjóðveg 1 í göng undir Lónsheiði. Göng á þessum vegarkafla myndu sannarlegar auka öryggi og áreiðanleika á þessum hluta þjóðvegarins og myndi þjóna hagsmunum allra landsmanna.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sækist eftir 3. – 4. sæti á lista Samfylkingarinnar
Hægt er að taka sem dæmi samgöngur til Vestmannaeyja. Þau mál eru í ólestri og hafa verið í ólestri í þó nokkurn tíma. Ferðum Herjólfs verður að fjölga og mikilvægt er að sá flugrekstraraðili sem á að sjá um flug á milli lands og eyja sé í stakk búinn til þess að sinna verkefninu. Eyjamenn geta ekki búið við óvissu í sambandi við flug. Ekki er langt síðan fregnir bárust af því að Flugfélag Íslands væri hefja áætlunarflug til Eyja á nýjan leik. Því fögnuðu Eyjamenn og það er vonandi að það komi til með að treysta stoðirnar undir byggðinni í Eyjum. Traustar flugsamgöngur munu líka efla ferðaþjónustu til muna í Eyjum.
Til lengri tíma litið er gríðarlega mikilvægt að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði bættar. Til þess að það geti gerst er nauðsynlegt að skoða gaumgæfilega alla þá möguleika sem í boði eru. Kanna þarf hvaða leiðir henta, hagkvæmni þeirra og nýtingarmöguleika.
Í mínum huga hlýtur tvöföldun Suðurlandsvegar líka að vera eitt af forgangsmálum verðandi þingmanna Suðurkjördæmis. Sá fjöldi bíla sem þar fer um á hverjum degi kallar á að ráðist verði sem allra fyrst í þá framkvæmd. Sá mikli byggðakjarni sem hefur byggst upp á undanförnum árum og áratugum austan við Hellisheiðina treystir á að þessi framkvæmd komist á dagskrá hjá stjórnvöldum.
Í austasta hluta kjördæmisins er ein samgöngubót orðin mjög aðkalland og það eru göng undir Lónsheiði. Vegurinn um Hvalnes – og Þvottárskriður er orðinn mikil hindrun á þjóðvegi 1. Miklum fjármunum er varið í halda þessum farartálma opnum á ári hverju. Nauðsynlegt er að skoða hvort ekki sé orðið tímabært að skoða kosti þess að setja þjóðveg 1 í göng undir Lónsheiði. Göng á þessum vegarkafla myndu sannarlegar auka öryggi og áreiðanleika á þessum hluta þjóðvegarins og myndi þjóna hagsmunum allra landsmanna.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Höfundur er forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og sækist eftir 3. – 4. sæti á lista Samfylkingarinnar