Samgöngumiðstöð í Reykjavík og nefnd um framtíð innanlandsflugsins
Samgönguráðherra lýsti því yfir í gær að nú væri leitað að staðsetningu fyrir nýja samgöngumiðstöð í grennd við Reykjavíkurflugvöll. Nú liggur fyrir samkomulag milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um að Reykjavíkurflugvöllur fari úr Vatnsmýrinni eigi síðar en 2016. Varnarliðið mun hverfa af landi brott eigi síðar en í september á þessu ári og einnig er ljóst að stjórnvöld munu taka yfir rekstur Keflavíkurflugvallar með ærnum tilkostnaði á þessu ári. Í dag fara um 800 milljónir af tekjum Keflavíkurflugvallar í rekstur Reykjavíkurflugvallar og því einkennilegt að ríkisvaldið hyggist nú eyða fjármagni í uppbyggingu og rekstur samgöngumiðstöðvar við flugvöll sem til stendur að leggja af. Tvöföldun Reykjanesbrautar líkur á næstu misserum og væri því eðlilegra að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar og nýta þar með þau samlegðaráhrif sem nást með rekstri millilanda- og innanlandsflugsins á sama flugvelli. Með því mætti skjóta styrkari stoðum undir rekstur innanlandsflugsins með lægri kostnaði og þar með lægri flugfargjöldum sem nú eru helsti vandi innanlandsflugsins.
Aukning á millilandafluginu hefur orðið gríðarleg á síðustu árum og ekki er útlit fyrir að dragi úr þeirri aukningu á næstu árum. Nær væri að byggja samgöngumiðstöð þjóðarinnar í grennd við alþjóðaflugvöll þar sem ferðamenn gætu tekið ákvörðun um ferðaáætlun sína og nýtt sér þá innanlandsflugið á sama flugvelli til að ferðast á milli landshluta.
Samgönguráðherra nefndi einnig að nefnd sú er nú er að störfum um framtíð innanlandsflugsins ætti að finna því stað í grennd við Rekjavík vegna þess að það væri vilji frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Er þetta mjög óeðlileg yfirlýsing af hálfu samgönguráðherra þar sem nefndinni var falið að skoða alla kosti fyrir innanlandsflugið og þar með Keflavíkurflugvöll.
Samgönguráðherra þarf nú að taka höfuð sitt upp úr sandinum og horfast í augu við þá staðreynd að varnarliðið er að hverfa af landi brott og mannvirki fyrir milljarða koma í umsjá ríkisvaldsins. Hundruðir fjölskyldna hafa misst fyrirvinnu sína í kjölfar þessa og væri því eðlilegra að ráðherra liti til Suðurnesja um uppbyggingu innanlandsflugsins og samgöngumiðstöðvar í stað þess að tönglast á uppbyggingu á svæði sem þegar hefur verið ákveðið að fari undir byggingaland.
Viktor B. Kjartansson,
Talsmaður flugkef, samtaka um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar.
Aukning á millilandafluginu hefur orðið gríðarleg á síðustu árum og ekki er útlit fyrir að dragi úr þeirri aukningu á næstu árum. Nær væri að byggja samgöngumiðstöð þjóðarinnar í grennd við alþjóðaflugvöll þar sem ferðamenn gætu tekið ákvörðun um ferðaáætlun sína og nýtt sér þá innanlandsflugið á sama flugvelli til að ferðast á milli landshluta.
Samgönguráðherra nefndi einnig að nefnd sú er nú er að störfum um framtíð innanlandsflugsins ætti að finna því stað í grennd við Rekjavík vegna þess að það væri vilji frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Er þetta mjög óeðlileg yfirlýsing af hálfu samgönguráðherra þar sem nefndinni var falið að skoða alla kosti fyrir innanlandsflugið og þar með Keflavíkurflugvöll.
Samgönguráðherra þarf nú að taka höfuð sitt upp úr sandinum og horfast í augu við þá staðreynd að varnarliðið er að hverfa af landi brott og mannvirki fyrir milljarða koma í umsjá ríkisvaldsins. Hundruðir fjölskyldna hafa misst fyrirvinnu sína í kjölfar þessa og væri því eðlilegra að ráðherra liti til Suðurnesja um uppbyggingu innanlandsflugsins og samgöngumiðstöðvar í stað þess að tönglast á uppbyggingu á svæði sem þegar hefur verið ákveðið að fari undir byggingaland.
Viktor B. Kjartansson,
Talsmaður flugkef, samtaka um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar.