Samfylkingin stærst í Suðurkjördæmi
- samkvæmt samandregnum niðurstöðum þriggja kannana Fréttablaðsins.
Samfylkingin fær fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi og 34% fylgi samkvæmt samandregnum niðurstöðum þriggja skoðanakannanna Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag, þar sem úrtakið var 2.400 manns. Samkvæmt þessum niðurstöðum fær Sjálfstæðisflokkurinn 28% atkvæða og þrjá menn. Magnús Þór Hafsteinsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins kemst inn á þing samkvæmt niðurstöðunum og Kolbeinn Óttarson Proppé efsti maður Vinstri Grænna kemst inn sem uppbótarmaður. T-listi óháðra mælist með 7% fylgi í kjördæminu og samkvæmt því er Kristján Pálsson þingmaður næstur því að komast inn, sem kjördæmakjörinn þingmaður á kostnað Samfylkingarmannsins Jóns Gunnarssonar. Tveir núverandi þingmenn Framsóknarflokksins eru úti samkvæmt niðurstöðunum, þeir Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason.
Samkvæmt þessu yrði niðurröðun þingmanna í Suðurkjördæmi þessi:
1. Margrét Frímannsdóttir (S)
2. Árni R. Árnason (D)
3. Lúðvík Bergvinsson (S)
4. Drífa Hjartardóttir (D)
5. Guðni Ágústsson (B)
6. Björgvin G. Sigurðsson (S)
7. Guðjón Hjörleifsson (D)
8. Magnús Þór Hafsteinsson (F)
9. Jón Gunnarsson (S)
10. Kolbeinn Proppé (U)
Samfylkingin fær fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi og 34% fylgi samkvæmt samandregnum niðurstöðum þriggja skoðanakannanna Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag, þar sem úrtakið var 2.400 manns. Samkvæmt þessum niðurstöðum fær Sjálfstæðisflokkurinn 28% atkvæða og þrjá menn. Magnús Þór Hafsteinsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins kemst inn á þing samkvæmt niðurstöðunum og Kolbeinn Óttarson Proppé efsti maður Vinstri Grænna kemst inn sem uppbótarmaður. T-listi óháðra mælist með 7% fylgi í kjördæminu og samkvæmt því er Kristján Pálsson þingmaður næstur því að komast inn, sem kjördæmakjörinn þingmaður á kostnað Samfylkingarmannsins Jóns Gunnarssonar. Tveir núverandi þingmenn Framsóknarflokksins eru úti samkvæmt niðurstöðunum, þeir Hjálmar Árnason og Ísólfur Gylfi Pálmason.
Samkvæmt þessu yrði niðurröðun þingmanna í Suðurkjördæmi þessi:
1. Margrét Frímannsdóttir (S)
2. Árni R. Árnason (D)
3. Lúðvík Bergvinsson (S)
4. Drífa Hjartardóttir (D)
5. Guðni Ágústsson (B)
6. Björgvin G. Sigurðsson (S)
7. Guðjón Hjörleifsson (D)
8. Magnús Þór Hafsteinsson (F)
9. Jón Gunnarsson (S)
10. Kolbeinn Proppé (U)