Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samfylkingin: Sigríður Jóhannesdóttir stefnir á 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 10:19

Samfylkingin: Sigríður Jóhannesdóttir stefnir á 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi

Sigríður Jóhannesdóttir kennari og f.v. Alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi  sem fram á að fara þann 4. nóv. nk.. Sigríður sem er búsett í Reykjanesbæ, hefur verið kennari í Keflavík frá árinu 1968 að undanteknum  þeim sjö árum er  hún sat á Alþingi sem þingmaður Alþýðubandalagsins frá 1996-1999 og sem þingmaður Samfylkingarinnar frá 1999-2003. Sigríður átti m.a. sæti í fjárlaganefnd,menntamálanefnd og landbúnaðarnefnd Alþingis og í Norðurlandaráði.


Hún átti sæti í  stjórn Kennarasambands Íslands  um 12 ára skeið og gegndi þar margvíslegum trúnaðarstörfum, var meðal annars í 8 ár formaður Orlofssjóðs. Síðan hún lét af þingstörfum hefur hún setið í stjórn Tryggingastofnunar Ríkisins og frá því á s.l. vori hefur hún setið í stjórn M.S. félagsins sem fulltrúi aðstandenda og er þar varaformaður.


Sigríður hefur fengið fjölda áskorana frá Samfylkingarfólki sem telur að reynsla hennar geti reynst Samfylkingunni vel í þeirri baráttu sem framundan er   Hún  vonast til að  njóta trausts í komandi prófkjöri og verða  í hópi þeirra sem leiða baráttu Samfylkingarinnar  í Suðurkjördæmi fyrir jöfnuði og réttlæti  í komandi kosningum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024