Samfylkingin með fund um skipulags- og atvinnumál
Kosningar til sveitarstjórna verða haldnar þann 25. maí n.k.. Samfylkingin í Reykjanesbæ hefur nú gengið frá framboðslista fyrir komandi kosningar og undirbúningur stefnuskrár er hafinn.Vegna ásetnings Samfylkingarinnar um að virkja íbúa til þátttöku, hefur verið ákveðið að boða til fjögurra funda um meginmálefni, gefa íbúum færi á að fræðast um stöðu þeirra og fá tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun.Hugmyndin er, að á þessa fundi, verði boðaðir sviðstjórar viðkomandi málaflokks, sem skýri stöðuna, framtíðaráætlanir og möguleika. Megin viðfangsefnin á fundunum verða skipulags- og atvinnumál, íþrótta- og æskulýðsmál, félagsmál og skólamál. Fyrsti fundurinn verður haldinn mánudaginn 25. mars n.k á kosningaskrifstofu félagsins að Hólmgarði 2 og mun fjalla um skipulags- og atvinnumál. Á fundinn mæta þeir Ólafur Kjartansson, framkvæmdarsjóri MOA og Viðar Már Aðalsteinsson forstöðumaður Umhverfis og tæknisviðs Reykjanesbæjar sem munu halda framsögu.
Við taka síðan fyrirspurnir og umræður. Samfylkingin í Reykjanesbæ hvetur bæjarbúa til þess að mæta til þessara funda, til þess að afla sér upplýsinga og ekki síst til þess vera þátttakendur í þróun samfélags okkar.
Guðbrandur Einarsson
-skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar
í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Við taka síðan fyrirspurnir og umræður. Samfylkingin í Reykjanesbæ hvetur bæjarbúa til þess að mæta til þessara funda, til þess að afla sér upplýsinga og ekki síst til þess vera þátttakendur í þróun samfélags okkar.
Guðbrandur Einarsson
-skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar
í næstu sveitarstjórnarkosningum.