Samfylkingin leggst í skítkast
Nú er yfirbragð kosningabaráttunnar farið að skýrast ögn. Framboðin eru farin að senda gögn í hús, vinnustaðaheimsóknir hafnar og nokkrir sameiginlegir fundir hafa verið haldnir. Þannig bauð S-listinn í Sandgerði öllum listum Suðurkjördæmis að senda fulltrúa sína á kosningafund s.l. miðvikudag. Milli 60 og 70 manns sóttu fundinn og verður að teljast nokkuð góð fundarsókn.Í raun kom fátt á óvart á fundinum utan hvað Samfylkingin afhjúpaði þann grun margra að skítkast og persónulegar árásir væru hryggjarstykkið í málflutningi þeirra. Og er vitanlega ámælisvert. Tveir af frambjóðendum Samfylkingar í Suðurkjördæmi og þrír yfirlýstir stuðningsmenn þeirra stóðu upp og réðust að Guðna Ágústssyni. Ég segi réðust að vegna þess að í athugasemdum þeirra voru bæði ósannindi og það sem flokka má undir skítkast (Þú ert trúður, alþingisfífl og ámóta dómar). Grétar Mar, fulltrúi Frjálslyndra, var vitanlega fljótur að leggjast í sama far.
Ekki hef ég áhyggjur af slíkum málflutningi vegna Framsóknarflokksins. Ekki hef ég heldur áhyggjur af honum Guðna vegna enda er hann full fær um að svara slíkum málflutningi sjálfur eins og hann gerði snilldarlega á umræddum fundi. Ég hef hins vegar áhyggjur af þessum málflutningi vegna lýðræðisins. Kosningar snúast um málefni og stefnumörkun til framtíðar. Framsóknarflokkurinn er allsendis óhræddur við að kynna árangur sinn s.l. átta ár og við birtum jafnframt þau mál sem við viljum leggja áherslu á næstu fjögur árin - fáum við stuðning til þess. Við erum líka svo lánsöm að hafa í okkar röðum einstaklega skemmtilegan mann – Guðna Ágústsson. Mann sem kann að gera pólitík skemmtilega.
Ég vona að Samfylkingin hleypi málefnum sínum að en láti af rógi sínum og ósmekklegri aðferðafræði. Þá gætu kosningarnar farið að snúast um kjarna málsins.
Hjálmar Árnason.
Ekki hef ég áhyggjur af slíkum málflutningi vegna Framsóknarflokksins. Ekki hef ég heldur áhyggjur af honum Guðna vegna enda er hann full fær um að svara slíkum málflutningi sjálfur eins og hann gerði snilldarlega á umræddum fundi. Ég hef hins vegar áhyggjur af þessum málflutningi vegna lýðræðisins. Kosningar snúast um málefni og stefnumörkun til framtíðar. Framsóknarflokkurinn er allsendis óhræddur við að kynna árangur sinn s.l. átta ár og við birtum jafnframt þau mál sem við viljum leggja áherslu á næstu fjögur árin - fáum við stuðning til þess. Við erum líka svo lánsöm að hafa í okkar röðum einstaklega skemmtilegan mann – Guðna Ágústsson. Mann sem kann að gera pólitík skemmtilega.
Ég vona að Samfylkingin hleypi málefnum sínum að en láti af rógi sínum og ósmekklegri aðferðafræði. Þá gætu kosningarnar farið að snúast um kjarna málsins.
Hjálmar Árnason.