Samfylkingin kynnti sér starfsemi BAG
Nokkrir frambjóðendur Samfylkingarinnar kynntu sér starfsemi Boxklúbbsins BAG við Hafnargötu og ræddu við Guðjón Vilhelm Sigurðsson frumkvöðul boxins um framtíð BAG eftr lögleiðingu hnefaleika á Íslandi.Þeir Jóhann Geirdal oddviti, Friðrik Ragnarsson sem skipar 5. sæti, Ólafur Thordersen sem skipar 2.sætið á lista Samfylkingarinnar voru mættir ásamt Jón Pál Eyjólfssyni kosningarstjóra og ræddu þar við Guðjón um uppbyggingu og framtíð boxins á Íslandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í BAG í morgun.