Samfylkingin 2002: Enn betri skólar
Samfylkingin í Reykjanesbæ boðar til málefnafundar um skólamál mánudaginn 15. apríl nk. í húsnæði Samfylkingarinnar að Hólmgarði 2. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 20:00.Fundurinn er 3. í röðinni af 4 málefnafundum sem Samfylkingin stendur fyrir í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Farið verður yfir stöðuna í
skólamálum og mun Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri Reykjanesbæjar hafa framsögu og svara fyrirspurnum.
Foreldrar, kennarar og bæjarbúar allir eru hvattir til þess að mæta og taka
þátt í málefnalegri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.
Eysteinn Eyjólfsson
Skipar 5. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
skólamálum og mun Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri Reykjanesbæjar hafa framsögu og svara fyrirspurnum.
Foreldrar, kennarar og bæjarbúar allir eru hvattir til þess að mæta og taka
þátt í málefnalegri umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.
Eysteinn Eyjólfsson
Skipar 5. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ