Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Samfylking opnar kosningamiðstöð í Reykjanesbæ
Mánudagur 11. mars 2013 kl. 09:50

Samfylking opnar kosningamiðstöð í Reykjanesbæ

Samfylkingin opnaði kosningamiðstöð sína í Reykjanesbæ  að Hafnargötu 90 með pompi og prakt á laugardaginn.  Oddný G. Harðardóttir oddviti S-listans í Suðurkjördæmi bauð gesti velkomna og blés baráttunda í brjóst, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,  fór yfir stöðuna í stjórnmálunum og Björgvin G. Sigurðsson fór yfir kosningaundirbúninginn og baráttuna framundan.  Feðgarnir Júlíus Viggó og Ólafur Þór Ólafsson, sem skipar 5. sæti S-listans, og sungu og léku nokkur lög við frábærar undirtektir.

Kosningamiðstöðin í Reykjanesbæ er sú fyrsta sem Samfylkingin opnar  þetta vorið. Hún verður opin   fyrst um sinn kl. 13-18 virka daga og 10-15 á laugardögum. Kosningastjóri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er Kristlaug M. Sigurðardótti, Kikka.  Þeir sem vilja leggja hönd á plóg geta haft samband í síma 691-0301, sent póst á [email protected] eða kíkt í heimsókn. Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024